Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 23
Kirkjuritið. Þegar kvöldar. I hæðir, drottinn, heim til þín minn hug-ur mæddur leitar. I sjúkdómsþrautum sálin mín þér sendir bænir heitar. Nú hallar degi og húma fer, mitt hjarta þráir eftir þér, um náð sem engu neitar. Nú finn ég, dauðinn færist nær og fjör og þróttur dvínar. Minn Guð, sem öllum liðsemd ljær, ég leita á náðir þínar og flý í kærleiks faðminn þinn, þar finn ég svölun, drottinn minn, sem barn með bænir mínar. Nær hinzti lífsins dagur dvín og dauðans nálgast stundin, þá aftur lokast augun mín, og afllaus hnígur mundin. Láttu þá kærleiksljósið þitt lífga og verma hjarta mitt og mýkja banablundinn. Ó, Jesú, þú sem lífið lézt og leystir fjötrin dauða og öðru lífi okkur hézt en ánauð böls og nauða, þú flytur breysku börnin þín, þá brestur fjör og æfin dvín í húsið Herrans sauða. Ég hef þá trú og vissu von, sú von mig aldrei svíkur, að Jesús, Guðs hinn góði son, af gæzku og mildi ríkur,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.