Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 37
KirkjuriUö. Borgameskirkja. 115 siðabók og Biblía; allar eru þessar bækur i mjög vönduðu al- skinni. Fagurlega gert skrín, úr góðum viði, liefir hún einnig fengið að gjöf, og skal þar geyma Helgisiðabókina. Biblíu frá 1747 fékk hún að gjöf i vor, og nú siðast áheit um skrautútgáfu Passiusálmanna, sem Tónlistarfélagið gefur út í hanst. Að end- irigu væntum við svo, að hið háa Alþingi sýni okkur ]>ann vel- vilja, að það styrki byggingu kirkjunnar með fjárframlagi. Það hefir áður sýnt skilning sinn og góðvilja til þessara mála, þar sem það hefir veit allríflegar fjárhæðir til kirkjubygginga und- anfarin ár, og er það vél, að það skuli einnig láta þau mál til sín taka, því að eins og skrifað stendur: „Eitt er nauðsynlegt". Skrifað á höfuðdaginn 1943. Halldóf Hallgrímitíton. Guðfeðgin og guðsifjar. Jafnskjótt og barnaskírn varð almenn, þótti sjálf- sagt, a'ð sú lielga atböfn færi fram að viðstöddum vott- um, sem siðat' gætu vottað, að barnið væri réttilega skírt, jafnframt því, sem þeir tækjust á liendur umsjón með kristilegu uppeldi barnsius, ef foreldrar, vegna dauð- falls eða af öðrum ástæðum, væru þess ekki umkomnir. En þeir, sem falið var þetta lilutverk, nefndust skírnar- vollar eða guðfeðgin eftir því, hvort áherzla var lögð á sjálft votta-starfið eða á guðsifja-starfið. fiær lielgisiðabækur íslenzku þjóðkirkjuunar, sem nú eru notaðar, leggja áherzlu á bæði þessi alriði. í helgisiðabókinni frá 1910 eru guðfeðgin ávörpuð, að lokinni skírn barnsins á þessa leið: „Góð systkin, þér skuluð vera votlar þess, að þetla barn er skírl til nafns föðurins, sonarins og hins heilaga anda. Fyrir hönd kristins safnaðar hafið þér tekið á móti því í félag kristilegrar kirkju. Féjið það í bænum yðar og minnizt þeirrar kristilegu skyldu yðar og alls safnaðarins, að annast um að barn þetta

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.