Kirkjuritið - 01.06.1946, Blaðsíða 4
Júní-Júlí.
Hvítasunna.
Hversu dásamlegt orð, þrungið sumarvonum og' sól-
arvl. Hinn hvíti sólardagur er enn á ný runninn upp
eftir dinuna daga ófriðarins, og vér vonum, að hinn
hviti friðarfáni, er nú hefir verið dreginn að hún hér
i álfunni, verði ekki dreginn niður um sinn, heldur haldi
áfram að hlakta í sumarandvaranum ásamt krossfán-
anum.
Dagarnir milli páska og hvítasunnu voru fyrr nefnd-
ir gleðidagar lil minningar um upprisu drottins. Þá var
kveldmáltíðarinnar daglega nevtt og föstunni hætt.
Hvítasunnuhátíðin var forn hátíð meðal Israelsþjóð-
arinnar og var eins og hér hjá oss haldin 50 dögum, eða
7 vikum eftir páska. Heitið „fimmtugasti dagurinn“
liefir hvítasunnan i gríska Nýja testamentinu, og sama
heiti her hún á enska tungu (Pentecost). Sjálf hátíðin
stóð yfir í 1 dag, en 3 dagar fóru þó eiginlega i liátíða-
iialdið sökum undirhúningsins og umsvifanna.
í fyrstu var hún uppskeruhátíð frumgróðans, hátíð
hins fyrsta kornslcurðar og þannig' fagnaðarhátíð. Einn-
ig var hún lialdin i minningu lögjafarinnar á Sínaífjalli,
sem álitið var að hefði átt sér stað 50 dögum eflir burt-
förina frá Egiptalandi. Streymdu þá pílagrímar livað-
anæva til höfuðborgarinnar, Jerúsalem. Hátiðin var
fyrrum lialdin með Hebreum í þeim mánuði, sem
svarar til júnímánaðar að voru timatali. Hefir in’m
líka verið haldin í flestum löndum sem sumarhátíð.
Meðal þjóðar vorrar var til forna haldin vorhátíð, svo-
nefnd gróðrarhátíð.
Síðar varð hvíttasunnan ásamt páskunum skírnar-
liátíð.
Menn voru skírðir fullorðnir, og þeir, sem skírðust,