Kirkjuritið - 01.06.1946, Blaðsíða 48
230
Prestastefnan.
Júni-Júlí.
4 Húsaleigustyrkur þeirra presta, sem eigi lrafa lnisnæði frá
því opinbera.
5. HúsnæSi biskups.
Skal nú nánar vikið að þessum atriðum hverju um sig.
1. Áveðið hefir verið að greiða prestum embættiskostnað
500—700 krónur, með verðlagsuppbót á sama hátt og verið hef-
ir undanfarin ár.
2. Lagt liefir verið fram á síðasta Alþnigi frumvarp um hýs-
ingu prestssetra og afgjald af prestsseturshúsum, er ég vona að
afgreitt muni verða sem lög á næsta þingi. Frumvarp þetta iét
ég semja í samráði við kirkjumálaráðherra og ráðuneytið og
vænti ég þess, að það, sem þar er lagt til, megi yfirleitt teljast
viðunandi og sanngjörn lausn þessara mála. Vænti ég að fá
lækifæri síðar á prestastefnunni til þess að skýra ýður nánar
frá efni þess.
3. Ég' hefi góða von um, að kirkjumálastjórnin muni fallast á,
að í stað árlegs mats skattanefnda á afgjaldi af prestssetrum og
heimatekjum presta, sem er í alla staði óhentugt og dýrt í fram-
kvæmd og auk þess þvert ofan í anda ábúðarlaganna, muni verða
fallizt á að láta í þess stað fram fara almennt brauðamat á land-
inu, samkvæmt lögum þar um.
4. Kirkjustjórnin hefir fallizt á að greiða húsnæðislausum
prestum árlegan húsaleigustyrk á sama hátt og' verið hefir und-
anfarin ár.
5. Loks hefir kirkjustjórnin ákveðið, að liúseign ríkisins.
Gimli í Reykjavík, verði tekin fyrir biskupssetur fyrst um sinn
og er nú verið að framkvæma nauðsynlegar aðgerðir á liúsinu
i þessu skyni.
1 þessu sambandi vil ég ennfremur geta þess, að sett hefir
verið ný gjaldskrá uni aukaverk sóknarpresta, þar sem tekið
ei' nokkurt tillit til núverandi dýrtíðar í landinu og gjöldin
ákveðin með vísitöluálagi.
Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Sigurður E. Birkis, hefir
starfað með svipuðum hætti og undanfarin ár að eflingu kirkju-
söngsins í landinu.
Hefir hann á tímabilinu frá 1. júni 1945 til jafnlengdar 1940
stofnað eða séð um stofnun 18 kirkjukóra víðsvegar um landið.
Alls eru því starfandi nú 84 kirkjukórar hér á landi. Ennfrem-
ur hefir hann haldið söngnámskeið með 12 kirkjukórum.
Tuttugu og fimm kirkjukórar héldu hljómleika á árinu, yfir-
leitt er mjög góð aðsókn og' undirtektir.
Sex kirkjuhljóðfæri voru keypt á árinu.