Kirkjuritið - 01.06.1946, Blaðsíða 8
190
Ragnar Benediktsson:
Júní-Júli.
ir Andans megi koma æ betur og betur í ljós á akur-
lendi kirkjunnar, sem víða er í órækt og vanhirðu, sök-
um deyfðar og áhugaleysis.
Vér skulum því á þessari dýrlegu bátíð stuðla að því,
liver í sínum verkahring, að kirkjan, hin sanna brúður
Jesú Krists, megi verða oss eins og ástrik móðir, sem
vér liöfum áreiðanlega öll sem börn flúið til og sólt
til hennar styrk og huggun i hörmum, að vér megum
eins leita til liennar, þegar í nauðirnar rekur og erfið-
leikarnir sækja oss heim.
Þótt líf vort manna í heild sé nú í dag á þessum
yndislega og sólfagra hvítasunnudegi undur fjarri því
dýrlega hugsjónatakmarki, sem höfundur kristinnar
kirkju ætlaði oss að ná, þá megum vér eigi að síður ekki
láta oss það úr minni liða, hvílíkum mætti og afli
kristna trúin hefir blásið í brjóst þeim, sem kosið hafa
Jesú Krist sér að leiðarljósi. Og vér meguin heldur al-
drei gleyma, live mannlífið yrði sælt og fagurt, ef livíta-
sunnuandinn næði að umskapa hjörtu manna, ef mann-
kynið ætti raunverulega þann frið, sem Jesús talar um,
fi’iðinn, sem ekki er vopnaður friður eins og nú, heldur
er sproltinn af samfélaginu við hinn krossfesta og upp-
risna drottin, þvi samfélagi friðarins, sem mennirnir
rufu.
En óðum nmn birta af degi fyrir logageislum bvíta-
sunnunnar Vér skulum því biðja þess, að friðarríki
.Tesú Krists spenni um allan hnöttinn, að Guðs ríki stofnist
á þessari jörð, að aftur megi birta og verða dagrenning
eftir hina löngu nótt böls og harma, tára og trega i lífi
vestrænna þjóða. Heimurinn vildi forðum ekki taka á
móti gjöf Andans alveg eins og enn í dag. Hann var þá
staddur í myrkri, andlega talað, eins og raunar nú i
dag, þrátt fyrir margvíslegar framfarir á hinu efnis-
lega sviði. Ég fæ ekki nú í dag séð kristindóminn birt-
ast i veröldinni eða ábrif Andans, því að meðan hatrið
rikir, verður alltaf stríð.