Kirkjuritið - 01.01.1948, Qupperneq 34
32
KIRKJURITIÐ
Jón Helgason segir.Virðist samvinna þeirra séra Helga
og séra Valdimars hafa verið hin bezta í öllu tilliti. Gagn-
rýndu þeir hreinskilnislega hvor annars verk, og það gerðu
nefndarmenn yfirleitt. Út af þeirri gagnrýni séra Helga.
að séra Valdimar hafi einkum valið til þýðingar skáldlega
sálma og fáa bænarsálma, segir séra Valdimar honum i
bréfi, að hann telji það kost á sálmum, að þeir séu skáld-
legir, ef þeir séu jafnframt guðrækilegir, því að það sé
kunnugt, „hvílík áhrif skáldskapurinn hafi til að hrífa
hjartað fremur en það, sem hefir prósaiskan blæ, hversu
gott sem það er að öðru leyti.“ Beztu sálmahöfundar hafi
og allir mikið skáldlegt við sig, svo sem Kingo, Brorson,
Ingemann og einkum Grundtvig, og af íslenzkum sálma-
skáldum ekki sízt Hallgrímur Pétursson. En engir fari þó
í þessu efni jafn langt og Davíð og spámennirnir ... ,,Og
mér finnst það ekki allskostar rétt,“ segir séra Valdimar,
„sem sjá má af litteratúrsögum, að sálmaskáld eru ekki tal-
in með skáldum, heldur eingöngu með guðfræðingum. Mér
finnst það líkt og þegar katólskir segja, að fuglaket sé
ekki ket...."
Þessi bréfkafli séra Valdimars sýnir glöggt, að hann
telur skáldgáfuna til þess kjörna, að verja henni til lof-
gjörðar og tilbeiðslu „í sálmum, lofsöngvum og andlegum
ljóðum,“ og metur það skáldlega í sálmakveðskapnum meir
en séra Helgi virðist hafa gert, enda ber meira á skáldinu
en guðfræðingnum í sálmum séra Valdimars. Til hins
sama bendir og mat séra Valdimars á sálmum séra Matt-
híasar, sem fyrr var að vikið, að hann metur mikils skáld-
legt gildi sálmakveðskapar.
Þeir séra Valdimar og séra Matthías hafa skrifazt á um
sálmabókarstarfið meðan á því stóð, svo sem sjá má af
bréfum séra Matthíasar (útg. 1935). Hrósar séra Matthías
vini sínum fyrir ,, dáð hans og dugnað við sálmana,“ telur
þá marga „afbragð annarra samtíðarsálma,“ þeir séu
„andleg ljóðmæli, auðug, upprunaleg,“ en þó vanti marga
eða flesta „fastan, subjectivan sem objectivan dogmatiskan