Kirkjuritið - 01.04.1950, Side 5

Kirkjuritið - 01.04.1950, Side 5
Páskamorgunn við gröf Krists Dýrð Guðs birtir dagsól ný: Dögun færða í Ijóssins skrúða. Blómin vakna, böðuð úða, björtu geisla skarti í. Bærast mjúkt í morgunblænum, mild og fersk í vorsins þyt. Bylgjast eftir akri grænum, eins og sævar báru glit. Lítil dúfa lyftir brátt léttum vængjum, sezt á steininn, þangað koma menn með meinin, mæta friði, deyja í sátt. Hann, sem getur björgum bifað, blessun lífsins veitir sál, hefir sitt á hauðrið skrifað heilagt steina og blóma mál. • Maríurnar munu enn margar vera af jarðar konum, sviptar hjartans sælu vonum. Sársaukanum vígjast menn. Grátheims perlur geymir þögnin, gull — í tárum — Ijóssins flóðs. Aldrei máist eilíf sögnin æðstu fórnar, heilags blóðs.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.