Kirkjuritið - 01.04.1950, Síða 12
80
KIRKJURITIÐ
hann eins og lærisveinaflokkurinn forðum á fjallinu, teyga
hvert orð af vörum hans, vita og skilja, að líf hennar og
alls mannheims liggur við, að breytt verði í raun og sann-
leika eftir hinum heilögu boðum Fjallræðunnar. Þótt þau
bliki hátt eins og himinstjörnur, þá verður að stýra eftir
þeim stjörnumerkjum. Þá mun vel farnast. Eða eins og
hann komst að orði húsasmiðurinn frá Nazaret: Hverjum,
sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, honum má
líkja við hygginn mann, er byggði hús sitt á bjargi; og
steypiregn kom ofan, og beljandi lækir komu og stormar
blésu, og skullu á því húsi, en það féll ekki, af því að það
var grundvallað á bjargi.
Þegar Fjallræða Jesú verður kirkjunni um víða veröld
það, sem hann ætlaðist til í öndverðu og ætlast til enn í
dag, þá mun tryggður friður á jörðu og dreift á burt
skuggum tortímingarinnar. Já, jafnvel þótt aðeins ein
setning hennar sé höfð að leiðarljósi og breytt eftir henni.
T. d.: Þér skuluð ekki rísa gegn meingjörðamanninum, en
slái einhver þig á hægri kinn þína, þá snú þú einnig hinni
að honum. (Matth. 5, 39). Eða: Elskið óvini yðar, og biðjið
fyrir þeim, sem ofsækja yður. (Matth. 5, 44). Eða: Leitið
fyrst ríkis Guðs og réttlætis. (Matth. 6, 33). Eða: Allt,
sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér
og þeim gjöra. (Matth. 7, 12). Það er vel, að innan kirkj-
unnar er nú loks á allra síðustu tímum að hefjast voldug
hreyfing til að vinna að heimsfriði og viljinn til samein-
ingar styrkist með kirkjudeildunum. Jafnvel kaþólska
kirkjan leitar nú samvinnu við hinar, er hún sér, að sundr-
aðir kraftar geta ekki sigrazt á heimsbölinu mikla og
hrundið mannkýninu af glötunarbraut. En um hvað á að
sameinast? Ekki úreltar kreadur og mannasetningar, sem
tvístra, heldur Krist sjálfan, hirðinn góða, sem vill að
hjörð sín verði ein og óskift um alla jörð, Krist og kenn-
ingu hans. En kjarni hennar er Fjallræðan. Það er löngu
sannað við trúboðið í heiðingjalöndunum, að þetta eitt fær
hjörtun til að brenna, en ekki klyfjar af trúfræðiritum.