Kirkjuritið - 01.04.1950, Síða 12

Kirkjuritið - 01.04.1950, Síða 12
80 KIRKJURITIÐ hann eins og lærisveinaflokkurinn forðum á fjallinu, teyga hvert orð af vörum hans, vita og skilja, að líf hennar og alls mannheims liggur við, að breytt verði í raun og sann- leika eftir hinum heilögu boðum Fjallræðunnar. Þótt þau bliki hátt eins og himinstjörnur, þá verður að stýra eftir þeim stjörnumerkjum. Þá mun vel farnast. Eða eins og hann komst að orði húsasmiðurinn frá Nazaret: Hverjum, sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, honum má líkja við hygginn mann, er byggði hús sitt á bjargi; og steypiregn kom ofan, og beljandi lækir komu og stormar blésu, og skullu á því húsi, en það féll ekki, af því að það var grundvallað á bjargi. Þegar Fjallræða Jesú verður kirkjunni um víða veröld það, sem hann ætlaðist til í öndverðu og ætlast til enn í dag, þá mun tryggður friður á jörðu og dreift á burt skuggum tortímingarinnar. Já, jafnvel þótt aðeins ein setning hennar sé höfð að leiðarljósi og breytt eftir henni. T. d.: Þér skuluð ekki rísa gegn meingjörðamanninum, en slái einhver þig á hægri kinn þína, þá snú þú einnig hinni að honum. (Matth. 5, 39). Eða: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður. (Matth. 5, 44). Eða: Leitið fyrst ríkis Guðs og réttlætis. (Matth. 6, 33). Eða: Allt, sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. (Matth. 7, 12). Það er vel, að innan kirkj- unnar er nú loks á allra síðustu tímum að hefjast voldug hreyfing til að vinna að heimsfriði og viljinn til samein- ingar styrkist með kirkjudeildunum. Jafnvel kaþólska kirkjan leitar nú samvinnu við hinar, er hún sér, að sundr- aðir kraftar geta ekki sigrazt á heimsbölinu mikla og hrundið mannkýninu af glötunarbraut. En um hvað á að sameinast? Ekki úreltar kreadur og mannasetningar, sem tvístra, heldur Krist sjálfan, hirðinn góða, sem vill að hjörð sín verði ein og óskift um alla jörð, Krist og kenn- ingu hans. En kjarni hennar er Fjallræðan. Það er löngu sannað við trúboðið í heiðingjalöndunum, að þetta eitt fær hjörtun til að brenna, en ekki klyfjar af trúfræðiritum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.