Kirkjuritið - 01.04.1950, Qupperneq 17
NÚTÍMANS EINA VON
85
Og ekki tekur betra við eða aðgengilegra fyrir nútíma-
manninn, þegar farið er að rifja upp skýringar fornkristn-
innar á þessum viðburði. Jesús Kristur ekki aðeins dó og
reis upp. Hann dó og reis upp vor vegna, til þess að frelsa
mennina frá valdi syndarinnar, dauðans og djöfulsins. 1
óendanlegum fórnandi kærleika sté guðssonurinn sjálfur
af himnum ofan til þess að auglýsa mátt kærleikans einnig
á þessari jörð — kraft upprisunnar, mannkyninu til lífs.
Og þó er ekki öllum raunum nútímamannsins frammi
fyrir páskaboðskapnum lokið enn. Því hér við bætist, að
páskaboðskapurinn er alls ekki aðeins boðskapur um við-
burð, sem skeði á löngu liðinni tíð, og ákveðin skýring,
sem honum fylgir.
Nei, páskaboðskapurinn er lifandi og starfandi afl, sem
fylgt hefir mönnunum kynslóð eftir kynslóð. Hann er
meira að segja kröftuglega starfandi á vorum dögum, beint
fyrir augunum á sjálfum nútímamanninum. Páskaboðskap-
urinn er upprisa Jesú Krists, ekki aðeins hinn fyrsta páska-
dag, heldur síðan í hjörtum kynslóðanna. Á öllum öldum
hafa miljónir manna fundið frelsarann deyja og rísa upp
i þeirra eigin sál, fundið sinn gamla mann deyja og nýjan
rísa upp, kannað kraft upprisu Jesú Krists, umskapandi
kraft til nýs og sannara og sterkara lífs.
★
Á þessi boðskapur erindi til nútímans?
Ég held, að hann eigi ekki aðeins erindi til nútímans,
heldur sé hann nútímans eina von.
Ef til vill hefir hann aldrei átt brýnna erindi til mann-
anna, nema ef vera skyldi þegar hann kom fram fyrst.
Hver sá, sem eitthvað hefir blaðað í sögu mannkynsins,
mun taka eftir því, hvernig sömu, eða svipuð fyrirbrigði
endurtakast á ýmsum öldum. Vér sjáum til dæmis, hvernig
þróunin, hvernig samspil kraftanna í mannlífinu, fæðir af
sér vandamál, sem aukast og verða æ flóknari. Beztu
menn og leiðtogar þjóðanna leita að ráðum, fálma og