Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 21
NÚTÍMANS EINA VON
89
uraflið, sem hefir sigrað heiminn. Hann sagði ekki: sem
sigrar, eða: sem mun sigra, og hefði það þó verið ærin
bjartsýni. Nei, hann segir: sem hefir sigrað heiminn.
1 krafti þessarar bjartsýni vil ég, þótt víða skyggi fyr-
ir sól í heimi þessum, treysta því, að Guð muni enn af
sinni miskunn leysa vandamál mannanna, og býð ykkur
öllum gleðilega páska.
Magnús Jónsson.
Þekkir þú Krist?
Ég dirfist aldrei að óvirða nokkurn mann,
þótt oft sæi ég margan vesælan, smáan, hálfan.
Ég spyr þá alltaf: Ertu nú betri en hann?
Og ertu viss með að þekkja Drottin sjálfan?
Svo reyni eg að gefa gleði og bros á vör,
geisla og söng yfir hversdagsins él og mistur.
Guð, hvernig færi, ef þú værir þar í för,
og þessi eða hinn á götunni væri Kristur?
Árélíus Níélsson.