Kirkjuritið - 01.04.1950, Side 24

Kirkjuritið - 01.04.1950, Side 24
Vinarbréf til ritstjóra Kirkjuritsins, Kæri prófessor Ásmundur Guðmundsson. I. Ég gleðst yfir orðum þínum í Kirkjuritinu, er svo hljóða: „Og jafnvel þótt hann villist frá honum að drafi svínanna, þá er kærleiki hans engu síður hinn sami.“ Þessi orð skil ég svo, að kærleiki Guðs sé óverðskuldaður; glataði son- urinn verðskuldar ekki þenna kærleika, síður en svo, en Guð elskar hann samt. Ekki svo að skilja, að Guð sjái ekki sakir hans. En hann tilreiknar honum þær ekki, heldur elskar glataða drenginn sinn, ekki aðeins þegar hann snýr aftur, heldur meðan hann er á kafi í drafinu. Guð auðsýnir kær- leika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn, meðan vér vorum enn í syndum vorum. Mér finnst megi túlka þetta með tveimur andstæðum setningum: Guð lítur á hjartað. Guð lítur ekki á hjartað. Sú fyrri þýðir: Guð sér syndina. Hin síðari: Guð elskar glataða drenginn sinn þrátt fyrir syndina. Ég held við séum sammála um þetta, en svo skiptast vegir. H. „öll viðleitni mannsins til að vera góður og ávinna sér með því réttlæti fyrir Guði, er mannsins stærsta 'synd.“ Þetta á að vera lýsing á skoðun, sem ég aðhyllist. Ég vil strax taka það fram, að ég lít á það sem sjálfsagða skyldu hvers mann að gjöra vilja Guðs. Það er ekki synd, heldur skylda. En ég lít hins vegar ekki svo á, að nokkur lifandi maður, heiðinn eða kristinn, ávinni sér með þvi

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.