Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 28

Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 28
96 KIRKJURITIÐ 2. Vér megum ekki byggja hjálpræðið á möguleikum vorum, heldur náð Guðs í Kristi, ekki hinu góða í mönnun- um, heldur hinu góða í Guði. Hann reynist trúr, þótt sér- hver maður reynist ótrúr. 3. Vér eigum ekki að gera Krist að guði, heldur Guði, því að hann er Guð, sem allt hefir skapað, allt er frá og allt er til. 4. Vér eigum að kannast við réttmæta reiði Guðs yfir oss og þiggja endurlausnina, sem og nefnist friðþæging og keypti oss frið við Guð, sem vér reittum til reiði með van- trú, ranglæti og óhreinleik. Mér er það kvöl, að misklíð er í kirkjunni. En ég sé enga leið til einingar nema þá, sem Ágsborgarjátningin nefnir: einingu um fagnaðarerindið og sakramentin. Ég vona, að líf og starf kirkjunnar á Islandi beinist í þá átt. Þinn Magnús Runólfsson. Aðalfundur Prestafélags fslands verður að forfallalausu haldinn þriðjudaginn 20. júní í Há- skólanum. Dagskrá hans er ákveðin í aðalatriðum á þessa leið: I. Kl. 9.30 f. h. Morgunbænir í Háskólakapellu. n. Kl. 10 f. h. Ávarp formanns. Félagsskýrsla og fjármál. Umræður. III. Kl. 11 f. h. Kirkjan og þjóðmálin. Framsöguerindi og umræður. IV. Kl. 2 e. h. Kirkjan og þjóðmálin. Framhaldsumræður. Kl. 4—5 e. h. Sameiginleg kaffidrykkja. V. Kl. 5—6 e. h. Guð- fræðilegt erindi. VI. Kl. 6 e. h. önnur mál. VII. KI. 7 e. h. Kvöldbænir í Háskólakapellu.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.