Kirkjuritið - 01.04.1950, Side 38
106
KIRKJURITIÐ
Persóna hans er sá ábyggilegasti veruleiki, sem saga
mannlegrar kynslóðar hefir frá að greina. Kristin-
dómur og kirkja verða aldrei þurkuð út á þeim for-
sendum, að undirstöðuna vanti, sjálfan höfundinn.
Friðrik J. Rafnar.
Komið til mín.
Oss tekst ekki rún að ráða þá,
sem rituð er Drottins hendi,
en verðum svo opt með sorg að sjá
á samvista skjótan endi.
Þá gildir að trúa öruggt á
þann unað, sem Jesús kenndi.
Hann gaf oss það Ijós, sem lýsir enn
og leiðbeinir tugi alda,
og því skyldu allir muna menn,
hve mikið oss ber að gjalda.
Hann gefi, að skíni geislar senn,
sem guðlegum friði valda.
Menn leita og finna lélegt prjál
og leggja með fyrra safni,
en öðrum finnst komið meir en mál,
að mennirnir slfku hafni.
Þú föðurins leitar, særða sál,
í sonarins helga nafni.
Halldór Benediktsson.