Kirkjuritið - 01.04.1950, Blaðsíða 41
TRÚIN Á DAUÐANN OG DJÖFULINN 109
in úr barnæsku kynstofnsins, er menn hugsuðu sér guð-
ina illa og grimma eins og þeir voru sjálfir.
Alls konar firrur lifa þar og þróast á þeirri meinloku,
að fornar hugmyndir, sem mannkynið ætti nú að vera
vaxið upp úr, séu hinar merkilegustu opinberanir, sem
halda beri dauðahaldi í, hversu barbariskar sem
bær eru, og þrátt fyrir það þó enginn finni framar nokk-
urt vit út úr þeim.
Þetta er grundvallarmisskilningur, sem þarf að leið-
rétta. Frumskóginn þarf að ryðja og leggja um hann vegi.
Illgresið þarf að uppræta. Mennirnir mega ekki láta skugga-
gróðurinn villa sér sýn, svo að þeir sjái aldrei trén. Þetta
á að vera hlutverk guðfræðinnar. Og á undanfarandi ár-
um hefir sálfræðileg og söguleg gagnrýni hugmyndanna
unnið mikið þrifaverk í þessu efni.
Þó eru enn til svo hörmulega kreddublindir menn, að
þeir kunna bezt við sig í myrkviðinum, þar sem þeir ímynda
sér að frumstæðustu hugmyndir úr bernsku mannkynsins
sé hið dásamlegasta guðsorð, og þeir reyna umfram allt
að endurvekja hræðsluna við hinn „óttalega leyndardóm".
Er þetta afturhvarf til villimennskunnar aðalrúsínan í
hnignunarguðfræði vorra tíma.
Það er um þessa undirheima trúarlífsins
Hvað ætli þeir og á þessari grýttu jörð hjátrúarinnar,
segi í sem Búi prestur ferðast með persónur sín-
útlöndum. ar. Nú upplýsist það af grein sr. Sigur-
bjarnar í 4. hefti Víðförla f. á., að þetta er
hka hans drauma- og óskaland, það trúmálaástand, sem
hann óskar að leiða til öndvegis með þjóð sinni. Er þá ekki
nema eðlilegt, að hann reyni að klóra í bakkann, þó að
honum takist það skelfing óhöndulega og eitt reki sig á
annars horn. Þykist hann ýmist vera að verja skoðanir
þeirra Búa, eða hann telur þær allar rangfærðar hjá mér,
án þess að hann geri tilraunir til að sýna fram á það í
einu einasta atriði. Um þetta þarf því ekki að eyða fleiri
orðum, fyrr en sýnt er, að einhverju muni.