Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 49

Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 49
TRÚIN Á DAUÐANN OG DJÖFULINN 117 víst: Orþodoxkirkjurnar hafa ævinlega demoraliserað heiminn" (bls. 458). „Annað, sem þarf að hverfa, er óttinn og iðrunarstaglið, sem fyrir langalöngu hefir aldrei átt við, ekki frá dögum Lúthers. Lotning og skyldar tilfinningar eiga að haldast • • • Það er ailt annað að lifa á lambsfóðrum en efla dýrð Lrottins hjá ómyndugum lýð; þó er kredduofstækið mér viðbjóðslegast; það gerir alla menn að fíflum og fáráð- hngum á vorum dögum.---------Har. Níelsson er nú höfuð- Prédikari landsins, en lítil von er til þess, að þröngsýnis- menn og Bjarmalýður skilji hans evangelium. Orþodoxí- Unni fylgir ávallt skynsemisskortur og þröngsýni, þótt sum- ir hennar þjónar geti dugað fólki á lægri svæðum, enda gott að einhverjir geri það (bls. 464). Til Valdimars Briem 1910, út af kirkjumálum vestra: ,,Gott er að ranghverfan kom öll í ljós hjá þeim þar vestra — að það sást, hve hrapallega ,,heilagleikinn“ hrap- ar í hlandforina, ef blindnin og vaninn, heimskan og hræsnin heldur lengi í taumana . . . Allt forndramatískt uugl er dæmt og til bölvunar, hversu sem nauðsynlegt kann að vera eða sýnast að lofa sumu af því að fljóta uieð, vegna vesalinganna . .. Fólk prettast um að brenna grútinn af lömpunum, eins og gert var í Skógum tvisvar á ári (bls. 438). Til sama 1911: „En vandinn er nú, að lífsskoðunin er gerbreytt frá gömlum tímum; dogmurnar orðnar ýmist of þröngar eða hrein heimska — jafnvel guðlast eins og útskúfunar kenn- iugin eða kenningin um djöful, sem Magnús sálarháski sagði um, að sí og æ veitti guði mörg og þung slög, en beir missions-mennirnir segja, að sé miklu betri búhöldur en hinn, því hjá honum sé svo að segja heila höfuðbólið fallið undir hamarinn, og skolli seztur þar í öndvegi, en hinn hangir í hjáleigunni. Og þótt heilög kirkja reyni að bjarga sókninni, heldur hún dauðahaldi í þær kennnigar, sem gefnar voru heiðingjum á gadd í fornkirkjunni, síðan

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.