Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 69

Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 69
TRÚIN Á DAUÐANN OG DJÖFULINN 137 andanum trú um, að hann sé hundrað sinnum verri en nokkrurn manni geti til hugar komið. Ég efast nú ekki um, að þetta séu fjarskalegar ýkjur, onda hygg ég, að sr. Sigurbjörn trúi þessu ekki sjálfur. úetta á bara að vera sterk röksemd fyrir þeirri guðfræði- logu hugmynd, að manneskjan sé alla vega grábölvuð. £*egar hann: sr. Sigurbjörn, sem er tvímælalaust útvalið guðsbarn, er svona vondur, hvað skyldi þá vera að segja um heiðingjana? Hins vegar er þó sami syndari ekki svo lítið ,,númer“ hjá Guði. Hann er mikill í hverri Keflavíkinni, sem hann rær, og bannig er um alla „frelsaða". Þeir eru frábærir syndasel- lr, meðan þeir þjóna þeim gamla. Síðan verða þeir jafn- frábær guðsbörn. En meðan þeir lifa í syndinni, kvelst Drottinn ákaflega ut af því að ná ekki þessum höfðingjum í sína hjörð. Hvernig gæti hann án þeirra verið? Loks láta þeir tilleið- Ust að trúa (svo Drottinn þurfi ekki að hafa andvökur ut af þeim framar), og þá verða þeir vitanlega undir eins hans útvalin ker: annar fóturinn tekur til að syngja: dýrð, ttteðan hinn tónar: amen. ^egar maður fer svo að athuga syndaregistur sr. Sigur- bjarnar úr heiðindómi hans, er það sannast að segja nauða- °merkilegt. Helztu yfirsjónir hans virðast hafa verið þær, hann hafi lesið Nýal og leitað frétta af framliðnum. Kemur þá ósjálfrátt í hugann vísa Stephans G. Stephans- sonar um heimatrúboðann: Þótt þú urgir öllum tækjum, að þín brek í glæpi vaxi, aldrei varstu afbragð lagsi, ekkert fyrirtak í klækjum. Kf um synd væri að ræða í sambandi við rit dr. Helga jeturss, hefði sú synd einkum verið fólgin í því, að hon-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.