Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 83

Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 83
EFTIRMINNILEGUSTU FYRIRBÆRIN 151 ustu mannsaldra. Samkvæmt þessum skilningi leikur enginn minnsti vafi á, að séra Hjörtur hefir rétt til að þjóna þjóð- kirkjunni með prédikun sinni, en að hann á hinn bóginn get- ur ekki krafizt neinna einkaréttinda í prédikun sinni. Innri- trúboðskenning og Grundtvigs-prédikun verður einnig að eiga sitt heimilisfang í dönsku kirkjunni. Spurningin er því sú, hvort þeirri kenningu, sem séra Hjörtur er fulltrúi fyrir, er það nokkur ávinningur að vera autoriseruð, lögmælt, sem einkaréttinda-kenning, eða hún standi og gangi frjáls fram og ólögstudd gegn öðrum játningarlegum og guðfræðilegum trú- arskoðunum innan þjóðkirkjunnar, og beri sigur úr býtum ein- ungis með sannfæringarkrafti sínum og lífsorku. Jónmundur Halldórsson. Aðalfundur Hallgrímsdeildar 1949. Aðalfundur Hallgrímsdeildar 1949 var settur og haldinn að ®°rg á Mýrum dagana 10. og 11. sept. Formaður deildarinnar, sr. Magnús Guðmundsson í Ólafs- vik, setti fundinn og minntist látinna félaga, þeirra sr. Einars Thorlaciuss f. prófasts í Saurbæ og heiðursformanns deildar- innar sr. Þorsteins Briems f. prófasts á Akranesi. Fundarmenn heiðruðu minningu hinna látnu bræðra með því að rísa úr sætum. Fundurinn sendi biskupi íslands, form. Prestafélags íslands °g frú Emilíu Briem skeyti. Umræðuefni fundarins var: Kirkjan og hlutverk hennar. Framsögumaður var sr. Magnús Guðmundsson. Urðu miklar umræður um málið. Um kvöldið héldu fundarmenn til Stafholts í boði prófasts- hjónanna þar, og áttu þar ánægjulega stirnd við mikla rausn. Var umræðum fundarins þar fram haldið. Ennfremur sagði íormaður deildarinnar frá prédikunar- og fyrirlestraferðalagi, sem hann hafði farið til Austurlands á síðasta vori ásamt öðr- Um Hallgrímsdeildarmanni, dr. med. Árna Ámasyni á Akranesi. Sunnudaginn 11. sept. héldu deildarmenn guðsþjónustur að Uorg, Staðarhrauni, Hvammi í Norðurárdal, Stafholti og Reyk- holti. Voru guðsþjónusturnar sæmilega sóttar, þrátt fyrir vont 11

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.