Kirkjuritið - 01.04.1950, Qupperneq 86
154
KIRKJURITIÐ
ar eða sóknamefnda. Verði þessir aðiljar sammála um það,
hver umsækjenda skuli fá prestakallið, er forseti bimdinn við
tillögu þeirra. Ella getur hann skipað hvem þeirra, er hann vill.
Umræður um trú og vísindi
fóru fram á stúdentafundi 21. marz, og var þeim síðar út--
varpað. Flestar ræðumar vom góðar og skynsamlegar.
Séra Sigurjón Guðjónsson
hefir nýlega verið skipaður prófastur í Borgarfjarðarpró-
fastsdæmi.
Séra Magnús Már Lárusson
hefir 3. maí verið settur fyrst um sinn unz öðmvísi verður
ákveðið prófessor við guðfræðisdeild Háskólans.
Séra Halldór Jónsson á Reynivöllum
lætur nú í fardögum af hálfrar aldar prestsþjónustu við
mikla sæmd og vinsældir safnaða sinna. Hann hefir í hvívetna
reynzt ágætur forystumaður að framfaramálum héraðs síns.
Látin prestsekkja.
Frú Guðrún Jóhanna Jóhannsdóttir, ekkja séra Guðmund-
ar Helgasonar að Bergsstöðum í Svartárdal, andaðist hér í
bænum 13. marz á 92. aldursári.
Séra Þorvaldur Jakobsson,
fyrmm prestur í Brjánslækjar- og Sauðlauksdalsprestakalli
og síðar kennari við gagnfræðaskólann í Flensborg í Hafnar-
firði, átti níræðisafmæli 4. þ. m. Er hann nú elztur allra prests-
vígðra manna á íslandi. Hann er gáfumaður og þrek hans enn
mikið, eins og sjá má m. a. af því, að hann hefir nýlega tekið
saman bókina: Orð Jesú Krists, er Leiftur gaf út 1948. Kirkjur
ritið óskar séra Þorvaldi allrar blessunar.
Prestastefna fslands
er boðuð í Reykjavík dagana 21.—23. júní.
Bræðralag, kristilegt félag stúdenta
hafði kvöldvöku í útvarpinu 7. maí. Formaður þess, Ingi
Jónsson stud. theol., flutti ávarp. Þorbergur Kristjánsson stud.
theol. talaði um æðsta úrskurðarvaldið og Ragnar Fjalar Lárus-
son stud. theol. um kirkjuna og heimsfriðinn. Séra Jón Thor-
arensen las kafla úr sögu sinni Útnesjamönnum. Söngflokkur
Bræðralags söng.