Kirkjuritið - 01.02.1954, Qupperneq 10

Kirkjuritið - 01.02.1954, Qupperneq 10
56 KIRKJURITIÐ samkomur, sem þeir vilja og hafa áhuga á. Mikils má góður vilji. Ef löngun væri fyrir hendi, þrá eftir því að komast til kirkju, væru flestar kirkjur landsins of litlar, og mjög margar svo, að þegar í stað yrði úr að bæta. Margir segja sem svo, að þeir finni ekki neina þörf á kirkjugöngu. Þeir geti alveg eins beðið Guð í heimahúsum, við störf sín og hvar sem er, sótt hjálp hans í raunum og þrek til lífernisbóta. Þeim finnst engin þörf á að hlusta á ræðu prestsins, segja að hann leggi ekkert til málanna. Finnst lítið koma til söngsins, eða kæra sig ekkert um söng. Messan er alltaf eins, segja þeir. Og svo að lokum aðal svarið: Þeir einhvern veginn finna enga þörf á því, trúarlífi sínu til styrktar, að fara í kirkju. Og svo er það gamla sagan. Ef farið er að.fella niður kirkjugöngur, þá hverfa þær alveg úr huganum. Og eftir nokkurn tíma er þetta fyrirbrigði þjóðlífsins, kirkja og messur, ekki lengur til í daglegu lífi. Ljósti upp einhverjum sérstaklega skær- um blossa, vaknar maðurinn og fer í kirkju, t. d. á jólum eða kl. 8 á páskadagsmorgun. En svo leggst drunginn yfir aftur. Þetta er mannlegt eðli. Ef eg hætti að horfa á íþróttir eða fara í kvikmyndahús eða annað þess háttar, þá hverf- ur það úr huganum algerlega. Hér er sjálfsvörn mannsins gegn ofmikilli ánauð úr öllum áttum. Og kirkjusóknin er hér alveg í flokki með. Hún helzt ekki af sjálfri sér. Þar þarf afl að standa bak við. * Eg skal nú ekki ræða þetta í oflöngu máli að sinni, og væri þó full þörf að linna aldrei á fyrr en eitthvað hefði áunnizt í þessu efni, því að kirkjusókn er og hlýtur að vera meginatriði í starfi kirkjunnar. Trúarlíf án kirkju- sóknar er vafalaust til og ekki okkar að dæma um slíkt eða fyrirdæma neitt. En það haggar ekki þeirri staðreynd, að deyfð í kirkjusókn er sjúkdómur í safnaðarlíkamanum, sem ekki verður eytt með útskýringum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.