Kirkjuritið - 01.02.1954, Síða 29

Kirkjuritið - 01.02.1954, Síða 29
ÞRÓUN ÍSL. KIRKJUTÓNLISTAR 75 orgel til notkunar í Hólakirkju árið 1329. Þetta er vond heim- ild; ártalið er rangt, og auk þess kemur orgelið ekki fram í eignaskránum frá árunum 1374 og 1396. Auk þess virðist það koma fram, að séra Arngrímur lærði hafi ekki þekkt Lárentíus- ar sögu. Hins vegar kann séra Arngrímur Brandsson að hafa iðkað íþrótt sína eftir að heim kom, þótt ekki finnist nú heimild um það. Enda hafa þær farið forgörðum fjölmargar. T. d. í brununum í Skálholti á 14., 16. og 17. öld. Fyrsta orgelið í heimildum er nefnt í minnisgreinum Gissurar biskups frá því í janúar 1543. Sbr. þó Dipl. Isl. III, bls. 565. Af þeim sést, að hann hefir í þeim mánuði greitt Hinriki Mar- teins í Kaupmannahöfn 10 jokúmdali og 20 lýbikuskildinga í skuld sína vegna „organskriflisins“, svo eigi hefir það verið merkilegt, þótt dýrt sé. m. Gissur biskup byrjar þá þriðja tímabilið með því að kaupa orgelskrifli handa hinni nýreistu dómkirkju í Skálholti. En tímabil þetta einkennist af árekstrum milli hins gamla og nýja. Auk þess verða biskupsdæmin tvö til þess að skapa visst ósam- ræmi. Árið 1555 gaf Marteinn biskup Einarsson út Handbók sína handa prestum í hinum nýja sið. Hún var prentuð af Hans Vingaard í Kaupmannahöfn. Aftan við Handbókina er lítil sálmabók, sem hefir að geyma 35 sálma, sem allir voru þýðing- ar- Handbókin hefir varðveitzt í tveimur eintökum aðeins, og er annað heilt. Bæði eru þau í Kaupmannahöfn. Árið 1558 gaf Gísli biskup Jónsson út aðra sálmabók, prentaða á sama stað. I henni var eingöngu 21 sálmur og allir þýddir úr dönsku. Bók Þessi er aðeins til í einu eintaki, geymdu í Kaupmannahöfn. h’etta hefir hingað til verið hið eina, sem vitað var um tímabil Þetta til prentunar sálmabókarinnar 1589. Með yfirlegu og eftirgrennslan hefir verið hægt að hafa upp brot og handrit, sem auka þekkingu vora á þessu tímabili. Árið 1562 gaf Ólafur biskup Hjaltason út guðspjallabók, sem Prentuð var á Breiðabólsstað af séra Jóni Mattíassyni, prent- ara Jóns biskups Arasonar. Bók þessi er nú til í stórgölluðu emtaki, sem varðveitt er í Kaupmannahöfn. Hún var Ijósprent- uð árið 1933 og gefin út sem annað bindi í Monumenta Typo-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.