Kirkjuritið - 01.02.1954, Page 33

Kirkjuritið - 01.02.1954, Page 33
ÞRÓUN ÍSL. KIRKJUTÓNLISTAR 79 Deum, 3 Prosa í Salve, Precamur og stærri og minni litanían í eldri mynd en hingað til þekktist. Fol. 105 v. hefst stutt hand- bók í eldri mynd en þeirri, sem er í grallaranum 1594 — hér bil sama gerðin og í hinni prentuðu handbók frá 1555. Margt bendir til þess, að skinnbókin, sem var forrit handrits- lr»s, hafi verið mjög vel saman sett. Nokkur dæmi skyldleika við grallara Niels Jespersens frá 1573 eru til. T. d. stendur fol. 6 v.: I kaupstodunum (Domkirki- UtlUm, ofan línu) skal vera þ<?s«r tractus med. Alleluia sem hier ePtcr fylger: allt til Inuocavit / þa sijdann skal ætijd epter lylgia: Nu bidium vier helgann anda / ad vier mættum J kristiligri tru riett standa /. Þetta er samhljóða grallara Jesper- ser>s. „Kaupstaðir" hefir verið breytt í „dómkirkjur" af því, að eugir voru kaupstaðir í landinu. Með tilliti til þeirra dæma má sennilega álykta, að grallarinn hafi fengið sína endanlegu mynd stuttu eftir 1573 og sé því undirbúningsverk að hinum fyrsta Prentaða 1594. Mjög væri það æskilegt, að handrit þetta yrði gefið út, en litlar eru líkur til þess hér á landi. IV. Nú hefst fjórða tímabilið með útgáfu sálmabókarinnar 1589 °g grallarans 1594. Guðbrandur Þorláksson var svo lánsamur að vera vígður biskupsvígslu 29 ára gamall 1571. Hann var bú- mn góðum gáfum og vissi, hvað hann vildi. Heilsa hans var fremur góð, og hann andaðist ekki fyrr en 1627. Hann átti því k°st á öllum höfuðskilyrðum þess að verða mikill biskup. M. a. yannst honum tími til að gefa út meira en 100 bækur og ritlinga frá prentsmiðju sinni, sem hann hafði keypt af séra Jóni Mattías- syni, prentara Jóns Arasonar, og endurnýjað með hjálp Páls Madsens Sjálandsbiskups. Með þessari bókaframleiðslu sinni Varðaði hann veginn fyrir kirkjusönginn til ársins 1801 af hálfu hins opinbera, eða raunar öllu heldur fram á fyrsta tug þess- arar aldar. Með útgáfu sálmabókar og grallara eru hin gömlu kirkjulegu tónlög sameinuð hinum kröftugu siðbótarsálmum Norður-Þýzkalands. í bréfi, sem Guðbrandur biskup ritaði prestum í Skálholts- s«fti árið 1588, kemur fram, að messuformið er hið sama í báðum stiftum, en hins vegar er munur á sálmasöngnum, sem *skilegt væri að afmá í kristilegu bróðerni. Honum tókst þetta

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.