Kirkjuritið - 01.01.1955, Side 4
Fram í Jesú naíni.
Guðspjall nýársdagsins öld af öld er stytzt allra guð-
spjallanna — í dýpstum skilningi aðeins eitt orð: Jesús.
f Jesú nafni kveðjum vér liðið ár með þökk til hans,
er gaf.
Og í Jesú nafni heilsum vér nýju og óskum hvert öði u
gleðilegs árs.
Vér skulum fara að dæmi sjómanna vorra kynslóð eftir
kynslóð, nú er vér leggjum á djúpið. Þegar þeir settu fram
skip sín, var það venja þeirra að signa sjálfa sig og skipið
með krossmarki og segja: Fram í Jesú nafni. Þeir vildu
ekki hætta sér út á hafið án þess að fela sig honum,
sem megnar að kyrra vind og sjó, heldur báðu hann að
blessa för sína.
Þeir vissu það, að Guð í hjarta, Guð í stafni gefur
fararheill.
Vér skulum nú öll byrja nýja árið með þessari hugsun
og bæn:
Fram í Jesú nafni.
Ýmsum kann að þykja djúpið fram undan geigvænlegt
og veður válynd. Ekki aðeins veiku fari vorrar þjóðar,
heldur öllu mannkyni. Ógurleg átök eiga sér stað milli
austurs og vesturs, lýðræðis og einræðis. Heimsveldi rís
gegn heimsveldi og ægir hvert öðru með skelfilegustu
vopnum eyðingar og tortímingar. Kynþáttahatur og kúg-
un ríkir. Þjóðir búa við áþján og eymd. Hundruð milljóna
svelta eða lifa við kjör, sem ekki eru mannsæmandi. Félags-
legt ranglæti ríkir, og þau öfl eru mikils ráðandi, sem
fyrr eða síðar hleypa styrjöldum af stað. öldurót getur
æst upp hafið frá einu heimsskauti til annars.