Kirkjuritið - 01.01.1955, Page 5
FRAM í JESÚ NAFNI
3
Straumar hafsins og stormviðri berast einnig til vor.
Island neytir ekki lengur fjarstöðu sinnar. Vér erum kom-
in í nábýli við aðrar þjóðir og tekin að hugsa hnattrænt.
Vegalengdir eru að verða undursamlega litlar, heimur
dagleið hvar sem er. Jafnvel það, sem gerist lengst í
burtu, er oss ekki lengur óviðkomandi, og stórviðburðir
sögunnar geta gjörzt hér. Eitt og sama úthaf liggur fram-
undan oss sem öðrum þjóðum. Og yfir grúfir sama dimma
þokan.
Er ekki sem vér heyrum andvarp berast yfir öldurnar,
sárt og heitt, frá óteljandi hjörtum? Er ekki nefnt eitt
nafn, hið sama sem vér vitum mennina ákalla oft í lífinu,
er þeir ráðast í eitthvað mikið, eða ætla að ganga í gegn-
um eitthvað alvarlegt og finna, að þeir þurfa æðri verndar
og aðstoðar — nafnið Jesús. I Jesú nafni. Hann bylgjur
getur bundið og bugað storma her.
Á kirkjuþinginu mikla síðastliðið sumar í Evanston í
Vesturheimi sameinuðust kirkjudeildir fjölmargra þjóða
þrátt fyrir ólíkar stjórnmálaskoðanir um þetta nafn. Þegar
þingið hófst, voru einkunnarorð þess: Vér ætlum að standa
saman. Og þegar því lauk: Vér ætlum að vaxa saman.
Kristur er von vor. Já, von mannkynsins byggist í raun
og veru á honum einum.
Þingið lýsir svo von sinni:
„Vér þráum það, að von vor rætist. En vér bíðum þess
með þolinmæði, þvi að vér vitum, að hún getur aldrei
brugðizt.
Það, sem þegar er orðið, líf Krists, dauði og upprisa
fyrir oss, er oss sönnun þess, að öll fyrirheit hans muni
rætast. Sigur hans mun verða augljós öllum og ríki hans
koma með mætti og dýrð.
Þetta er það, sem bíður veraldarinnar. Og þegar vér
spyrjum: Hvað er fram undan oss? þá verður svarið: Það
er hann, Kristur, lifandi drottinn.
Vér eigum þegar óumræðilega dýrmæta reynslu. Vér
sjáum í starfi Krists og kenningu Guðs ríki birtast með