Kirkjuritið - 01.01.1955, Page 6
4
KIRKJURITIÐ
mönnunum. Vér sjáum nýja menn verða til fyrir áhrif
anda hans, nýtt tímabil hefjast í sögu mannkynsins.
Að sönnu hefir vonzka og vantrú manna afskræmt verk
Guðs. Og fyrir þvi megum vér vænta þess, að vér verðum
að þola þjáningar. En ef vér gjörum það í trú á Guð,
kærleika til allra manna og í von um sigur Krists, þá
munum vér verða þátttakendur í þjáningum hans og
krafti upprisu hans. Von vor verður að vera reist á Guði,
sem kemur til vor í Kristi. Hún verður að líta til þess,
sem hann hefir gjört, þess, sem hann gjörir nú, og þess,
sem hann mun gjöra fyrir lýð sinn, er hann fullkomnar
hjálpræðisverk sitt.
Ríki Guðs á jörðu á fyrir kraft hans fullkomnun í
vændum. Þá eignumst vér nýjan himin og nýja jörð, þar
sem réttlætið mun búa. Það ríki verður kærleiksríki, þar
sem allir verða eitt. Þar sem Kristur er von vor, þá býður
hann oss einnig að elska alla, sem hann elskar. Hvenær
ríkið kemur þannig, vitum vér ekki, en vér eigum að vaka
í anda og vera hverja stund viðbúnir komu þess. Þótt
vér höllum höfði að moldu, þá sakar það ekki hið minnsta.
Kristur er von vor, hann er vort rétta líf.“
Þannig er yfirlýsing Evanstonþingsins, háleit og fögur.
Er ekki unnt að segja skýrar: Fram í Jesú nafni. 1 þess-
um anda mun Alkirkjuráðið, sem að henni stendur, heyja
baráttu sína á komanda ári og árum við öfl heiðninnar
og leitast við að safna öllum kristnum mönnum á jörðu
undir merki sitt til eflingar friði og bræðralagi með mönn-
unum. Og sú barátta mun verða sigursæl, ef verkin styðja,
ef menn ekki aðeins hrópa herra, herra, heldur gjöra
það, sem hann býður, ef kirkjan reynist albúin þess að
fórna öllu fyrir trú sína. Þá munu skuggar haturs, tor-
tryggni og styrjalda skríða í felur. Þá mun þokunni létta
og fyrir handan hafið blána af sólbjartri, brosandi strönd
Guðs ríkis.
Kirkja vor Islendinga er nú ein þeirra kirkna, sem tekur