Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1955, Page 8

Kirkjuritið - 01.01.1955, Page 8
6 KIRKJURITIÐ vér þörfnumst svo mjög. Þá munu trú og siðgæði verða örugg og óhagganleg kjölfesta þjóðarinnar á siglingu hennar um hafið. Þetta eru ekki orð aðeins, heldur óyggjandi staðreynd. Reynslan hefir sannað það, að þegar kraftur Krists hefir lifað með einhverri þjóð og gagntekið hug hennar og hjarta, þá hefir hún vitað hlutverk sitt og eignazt heilagan lífsþrótt, er leiðir til sigurs. Samfélagið við kenningu hans og hann sjálfan krossfestan og upprisinn hefir orðið bezta hjálpin til þess að varðveita hreina siði, fagra breytni, atorku og iðjusemi. Enda hefir hann einnig sagt það, að fylgd við orð sín séu vegurinn til lífsins. Sú þjóð, er hana veitir, þekkir sinn vitjunartíma. Kristindómurinn hefir verið nefndur svefnlyf þjóðanna. Hvílíkt öfugmæli. Hann er heilsulind, aflvaki og gleðigjafi þjóðanna. Fram í Jesú nafni, íslenzka þjóð. Fram á leið Guðs ríkis. Sameinumst um þá stefnu, jafnt ungir sem gamlir. Oss, sem eldri erum, hættir oft til að hallmæla æskunni fyrir skort á alvöru og áhuga og alls konar ódyggðir. En með því kveðum vér fyrst og fremst upp dóm yfir sjálfum oss, sem mótum æskuna. Og þessir dómar eru iðulega ekki annað en sleggjudómar. Æska fslands nú er ekki síður en fyrr ágætum kostum búin, og um sumt ef til vill fremri, að stórhug, hreinskilni og raunsæi. Verum samtaka öll, yngri og eldri. Signum skipið með sama marki. Vér eigum sama leiðtogann og sömu lögin að sigla eftir: Legg þú á djúpið, þú, sem enn ert ungur, og æðrast ei, þótt straumur lífs sé þungur, en set þér snemma háleitt mark og mið, haf Guðs orð fyrir leiðarstein í stafni og stýrðu síðan beint í Jesú nafni á himins hlið.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.