Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1955, Qupperneq 23

Kirkjuritið - 01.01.1955, Qupperneq 23
Rœða Páls alþingismanns Þorsteinssonar eftir vígslu Hofskirkju. Núverandi skólastjóri Kennaraskólans hefir skráð þau orð um hinn merka kennimann, séra Magnús Helgason, að þrennt hafi ráðið lífsstefnu hans og starfi öllu: Ástin á œttjöröinni, traustið á þjóöinni og trúin á Guö. Sjálfsagt eru þessi orð sannmæli um séra Magnús. En að mínum dómi hafa þau og almennara gildi. Hinn gagnmerki kennimaður, sem þessi orð voru sögð um, var vaxinn upp úr jarðvegi íslenzkrar menningar. Hann var sannur fulltrúi þeirr- ar menningar, er hefiir þróazt með þeim kynslóðum, sem liðnar eru, eins og hún hefir orðið hreinust og fölskvalausust. Byggðin hefir frá öndverðu verið dreifð um landið og frá yztu nesjum til innstu dala. Þannig hefir þjóðin orðið tengd landinu. Við það hefir skapazt ást til ættjarðarinnar, bæði landsins í heild og sérhvers byggðarlags. Mörgum mun hafa fundizt, að þeir forystumenn þjóðarinnar, sem héldu lífsþrótti hennar vakandi á hinum myrkustu öldum, °g þeir, er aldrei hvikuðu frá stefnunni að settu marki í frelsis- haráttu hennar, væru fremur draumóramenn en raunsæis. En Þeir stóðu á verði, af því að þeir höfðu traust á þjóðinni. Og athafnamennirnir í sérhverju byggðarlagi sýna einnig traust á þjóðinni. Þeir líta oft á málið, eins og presturinn og athafna- maðurinn í Sauðlauksdal, er sagði: Einhver kemur eftir mig, sem hlýtur; bið eg honum blessunar, þá bústaðar minn nár í moldu nýtur. Trúarlífið hefir jafnframt verið gildur þáttur í menningu og háttum þjóðarinnar. Fólkið hefir lagt rækt við kirkjur sínar og viljað hlúa að þeim. Þær kynslóðir, sem liðnar eru, hafa borið í brjósti vissu með trúarskáldinu, vissu um það, að

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.