Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 30
Boðskapur Berans til þjóðar sinnar. Eftirfarandi grein birtist í kaþólsku dagblaði, „Lidová demo kracie“, 25. febrúar 1948. Það er síðasta blaðagreinin, sem birzt hefir eftir Josef Beran erkibiskup. Erkibiskupinn, sem er fæddur 1888, hafði verið prófessor í guðfræði og rektor hins kaþólska prestaskóla í Prag. Frá 1942 til stríðsloka var hann í fangabúðum í Dachau. Framkoma hans þar aflaði honum óskiptra vinsælda meðal samfanganna. Hann gerðist erkibiskup 1946. Vegna frjálslyndis og einurðar naut hann slíkrar lýðhylli, sem enginn kirkjuhöfðingi þar í landi um margar aldir. Eftir byltinguna 1948 var hann einn þeirra mjög fáu, sem þorðu að hreyfa andmælum. Honum leyfðist ekki að skrifa í blöðin. Fjölritunarvél erkibiskupsskrifstofunn- ar var gerð upptæk 16. júni 1949, og lögreglan sló hring um erkibiskupshöllina. Nokkrum dögum seinna var lagt bann við því, að lesa hirðisbréf erkibiskupsins af prédikunarstólum, nema að fengnu leyfi stjórnarvaldanna. K. V. „Á slíkum tímum, sem vorum timum, þegar hugir manna eru í uppnámi, komast nafnlausu bréfin í algleyming. Er það að vísu skiljanlegt. Hver og einn leggur mér til ráð, hvað ég eigi að gera, hvað ég eigi ekki að gera og hvað ég ætti að gera og hvað ég ætti að láta ógert. Hinn nafnlausi skrifar oft rétt persónulega. Og þannig varð það, að einn þeirra orðaði kröfu sína á svofelldan hátt, með talsverðum þunga: „Talaðu, erki- biskup! Þú mátt ekki þegja!“ Ég fór að hugsa um þetta. Þú mátt ekki þegja! En er nokk- uð vænlegra að tala heldur en þegja? Ekki verður spymt við snjóflóði, sem steypist í dalinn. Og þó, snjóflóð er skynlaust efni, en stjórnmálahreyfing er háð mönnum, sem hugsa og íhuga sinn gang. Ef til vill tala ég til einskis — en þá ... Kristur sagði: „Hefði ég ekki komið og talað til þeirra, þá hefðu þeir ekki synd, en nú hafa þeir enga afsökun fyrir synd sinni.“ (Jóh. 15, 22). Ef til vill væri betra að þegja og lofa þeim að vera óvitandi. En Páll sagði: „Ég særi þig fyrir augliti Guðs og Krists. Prédika

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.