Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1955, Síða 35

Kirkjuritið - 01.01.1955, Síða 35
HÚSVITJANIR 33 það fyrr (og heldur ekki síðan), og býst ég því helzt við, að hann hafi sett það í ógáti. Nú var sjálfri yfirheyrslunni lokið. En þá tók hann þann bróður minn, sem átti að fermast næsta vor, til sérstakrar prófunar í kveri og bibliusögum. Eftir það sat hann nokkra stund, drakk kaffi og spjallaði við foreldra aiína. Og við börnin hlýddum á með mikilli hrifningu og vorum alveg hissa á því, hve hann vissi mikið, og hvað hann var lítillátur og elskulegur, alveg eins og væri hann jafningi okkar og vinur. Saga þessi er nú ekki lengri, og getur hver og einn hregið af henni sínar ályktanir, hvort húsvitjanir muni yera til gagns eða ekki. Fyrir mitt leyti tel ég það mikla afturför, að húsvitjanir hafa lagzt niður. Ég tel það fyrsta skilyrði til góðrar kirkjusóknar, að fólkið kynnist prest- lnum sínum, og þá ekki síður börnin. Og engan veginn getur það kynnzt prestinum betur en einmitt við húsvitj- anir. Foreldrar fá meiri áhuga fyrir því, að börnin kunni eitthvað af bænum og sálmaversum, þegar presturinn kemur í húsvitjun, og þau myndu blygðast sín fyrir það, ef börnin kynnu ekki neitt. Börnin sjálf hafa einnig nokk- Urn metnað og mundu verða fúsari til að læra, ef þau ®ttu von á því að þurfa að svara prestinum um það, hve- nasr sem væri. Og áreiðanlega myndi ekkert barn koma svo í barnaskóla, að það kynni ekki Faðir vorið. Og svo er enn eitt, sem sennilega hefir ekki minnsta þýðingu: Það, sem börnin læra heima hjá góðum og sanntrúuðum foreldmm, gleymist aldrei, þegar út í lífið kemur, þvi að það hefir brennt sig inn í barnssálina, dýpra og fastara en unnt er í skólasollinum. Ég, sem þetta rita, hefi a'ldrei í barnaskóla gengið né heldur í hærri skóla. Hefi ég því eingöngu búið að því alla mína löngu ævi, sem ég lærði heima hjá foreldrum mínum, og voru þau þó algerlega ómenntuð. Ég efast ekki um, að væru húsvitjanir teknar upp á ný, myndi taka að lifna yfir kirkjusókninni. Kristján S. Sigurðsson. 3

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.