Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 41
ALTARISTÖFLUR 39 Sumir hreyfa ef til vill þeim andmælum, að með þessu kaupi þeir köttinn í sekknum. Þeir vilja sjá myndina áður en þeir kaupa, en með þessu móti verði þeir að semja við málarann fyrirfram og taka það, sem hann býr til, hvort sem þeim líkar betur eða verr. En þetta má ekki standa í vegi. Menn verða að treysta listamanninum. Stundum getur málarinn gefið kaupandanum hugmynd um það, hvemig altaristaflan verður. Og allra bezt er, ef málarinn vill gera tilraunina án skuldbind- ingar. Það er að vísu fómfýsi af hans hálfu, einkum ef hann ferðast á staðinn til þess að kynnast verkefninu sem bezt. En sú fómfýsi væri þó ekki óhugsandi, og í raun og veru ekki nema þarfur eiginleiki hjá þeim, sem altaristöflur vill mála. Allra bezt er án efa, að málarinn geti einnig lagt síðustu hönd á verk sitt í sjálfri kirkjunni, þegar hann sér hana þar í þeirri umgerð, sem hún fær. Ekkert ætti að vera of mikil fyrirhöfn til þess, að yfir sjálfu altari kirkjunnar fari allt sem bezt og hafi sem sterkust áhrif. Magnús Jánsson. * Kórlög. Nýlega er komið út sönglagasafn — 10 lög — með ofan- greindu nafni, sungin og gefin út af kirkjukór Húsavíkur og karlakórnum ,,Þrymi“, prentuð í Lithoprenti. Það er ætíð mikið gleðiefni fyrir okkar söngelsku og söng- gefnu þjóð, þegar nýtt sönglagahefti með úrvals lögum og ágætum íslenzkum textum kemur á markaðinn, ekki sízt þar eð hefti þetta er bæði fyrir blandaða kóra og karlakóra, og kemur þar að auki út á bezta tíma ársins, að haustinu, í byrj- un söngársins, þegar allir kórarnir em að velja sér lög til að æfa að vetrinum. — Og svo kostar heftið aðeins kr. 25,00. Heftið er mjög eigulegt, lögin vel valin og allur frágangur framúrskarandi góður. Það er merkilegt afrek, sem séra Friðrik A. Friðriksson

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.