Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1955, Qupperneq 43

Kirkjuritið - 01.01.1955, Qupperneq 43
Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða. Prestafélag Vestfjarða hélt aðalfund sinn að Bíldudal 4.—6. september 1954. í sambandi við fundinn var guðsþjónusta hald- in í Bíldudalskirkju sunnudaginn 5. september, séra Grímur Grímsson, prestur í Sauðlauksdal, prédikaði. Átta prestar voru mættir á fundinum af félagssvæðinu, auk Ólafs Ólafssonar kristniboða, sem sat fundinn. Hélt hann erindi með kvikmynda- sýningu á Bíldudal og talaði um kristniboðið í Abessiníu. Þá hélt séra Einar Sturlaugsson á Patreksfirði opinbert erindi með skuggamyndum um íslendinga í Vesturheimi og vestur- för sína, en hann fór vestur í boði Manitobaháskóla síðastliðið sumar. Ferðaðist hann víða um íslendingabyggðir þar vestra og hélt mörg erindi um ísland og íslenzk málefni á ferðalagi sínu meðal íslendinga þar, einnig hélt hann nokkrar guðs- þjónustur. Aðalmál fundarins voru þessi: 1. Kirkjan og skólarnir, fram- sögumaður séra Eiríkur J. Eiríksson, Núpi. 2. Kristniboðið, framsögumaður Ólafur Ólafsson, kristniboði. 3. Endurreisn Skálholts. í sambandi við þessi aðalmál fundarins voru eftirfarandi ályktanir samþykktar: 1. Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða bendir á þá alvarlegu hættu, sem því er samfara, að uppvaxandi æskulýður fari á mis við áhrif kristinnar trúar á aðalmótunarskeiði barnsins. Þess vegna leggur fundurinn á það mikla áherzlu, að kristin- dómsfræðsla í skólum landsins, allt frá fyrstu bekkjum barna- skólanna, sé aukin, en með engu móti rýrð frá því, sem nú er. 2. Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða leggur til, að kirkjan í heild taki virkan þátt í kristniboði, meðal annars með því að helga því einn ákveðinn dag kirkjuársins með fræðslu um málið og almennri fjársöfnun, og vill fundurinn sérstaklega benda á það starf, sem þegar er hafið í Konsó, og heitir á alla íslendinga að styðja það eftir föngum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.