Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1955, Page 45

Kirkjuritið - 01.01.1955, Page 45
Kirkjukórasöngmót á Austurlandi. Hinn 29. september síðastliðinn var haldið kirkjukórasöng- mót á Reyðarfirði. Þrír kirkjukórar úr Suðurmúla-prófastsdæmi sungu á mót- inu, fyrst sjálfstætt, en svo síðast allir kórarnir saman, og var sá kór um 70 manns. Þessir kórar tóku þátt í söngmótinu. Kirkjukór Búðasóknar, Fáskrúðsfirði, organisti Elínborg Gunnarsdóttir, Kirkjukór Eskifjarðar, Eskifirði, organisti Guðríður Guðnadóttir, Kirkju- kór Búðareyrarkirkju, Reyðarfirði, organisti Bergþór Þorsteins- son. Söngstjóri söngmótsins var Eyþór Stefánsson og stjórnaði hann öllum kórunum. Söngmótið hófst með almennum söng, og sungu allir við- staddir sálminn „Ó, syng þínum drottni". Var það mjög áhrifa- mikið og hrífandi. — Þar næst flutti séra Ingi Jónsson, prestur í Neskaupstað, stutta ágæta ræðu, að henni lokinni sungu svo allir „Faðir andanna". Síðan sungu kórarnir hver á eftir öðr- um sjálfstætt, sín þrjú lögin hver, og svo að síðustu allir sam- eiginlega fimm lög. — Elínborg Gunnarsdóttir og Bergþór Þorsteinsson aðstoðuðu með orgelundirleik. Áður en síðasta lagið var sungið, ávarpaði söngstjóri söng- fólkið og áheyrendur. Fór hann lofsamlegum orðum um sam- starfið við söngfólkið, áhuga þess og dugnað og þann góða árangur, er náðst hefði á svo skömmum tíma, sem, eins og hann komst að orði, væri söngfólkinu að þakka en ekki sér, hve vel hefði tekizt. Þar næst las séra Ingi Jónsson upp tvö símskeyti, er borizt höfðu, annað frá Sigurði Birkis, söngmálastjóra, en hitt frá Kirkjukór Sauðárkróks. — Að lokum sungu allir kórarnir þjóð- sönginn. Á eftir hljómleikunum bauð kirkjukór Búðareyrarkirkju söngfólkinu og fleirum til kaffidrykkju, og voru þar framreidd- ar veitingar af mikilli rausn og höfðingsskap. — Jón Kerúlf

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.