Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Side 10

Kirkjuritið - 01.02.1955, Side 10
56 KIRKJURITIÐ Þá ræðir biskup um kirkjur og kirkjugarða og það, hve góð hirða og umgengni getur valdið miklu. Loks leggur hann í fjórum stuttum köflum út af einu meginefni: Kirkjan á að vera „Krists kirkja“: Kirkjan lifandi samfélag, Fagnaðarboðskapur. Kærleiksleið. Boðun Krists. Vil eg birta hér einn kaflann. „Fagnaðar- Kirkjan á að vera Krists kirkja. boðskapur. Af því leiðir, að boðskapur vor allra til safnaðanna verður að vera fagnaðarboðskap- ur í líkingu við boðskap hans. Á það vil ég leggja megin- áherzlu. Ef til vill finnst. einhverjum óþarft að taka þetta fram. En því fer fjarri, að svo sé. Þegar Nathan Söderblom ritar hirðisbréf sitt, ávarpar hann prestana með þessum orðum Páls postula í II. Korintubréfi 1, 24: „Ekki svo sem vér drottnum yfir trú yðar, heldur erum vér sam- verkamenn að gleði yðar.“ Síðan nefnir hann ýmsa staði i Nýja testamentinu, sem sýna það, hve ríkur þáttur gleðin hefir verið í kenningu frumkristninnar og sérstak- lega í kenningu Krists sjálfs. Svo mikil fagnaðarhátíð er runnin upp með komu hans í heiminn, að hann líkir henni við brúðkaup og spyr: „Hvort geta brúðkaupssveinarnir fastað, á meðan brúð- guminn er hjá þeim?“ Og í skilnaðarræðunni segir hann við lærisveina sína: „Þetta hefi ég talað til yðar, til þess að fögnuður minn sé hjá yður og fögnuður yðar full- komnist. ... Hjarta yðar mun fagna, og enginn mun taka fögnuð yðar frá yður.“ Þessarar áminningar, að boðskapur vor sé fagnaðar- boðskapur, er engu minni þörf nú en á tímum frum- kristninnar. Nema fremur sé. Því að hörmungar heims- styrjaldarinnar hafa myrkvað hamingju mannkynsins og jafnvel haft þau áhrif á kirkjuna, að margir starfsmenn hennar hafa orðið svartsýnir á gildi mannsins, talið eðli

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.