Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 5

Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 5
BOÐSKAPUR TIL KIRKJU ÍSLANDS 51 mínar á málum kristindóms og kirkju. Eg hefi yfirleitt ekki farið dult með þær fyrir neinum, eins og sjá má af bókum mínum og ritstjórn Kirkjuritsins í tvo áratugi". Hann kýs því hann kostinn, er hann hefir minnzt fyrir- rennara síns, og vikið að fyrri störfum sínum, að ræða vandamál dagsins og starfshætti kirkjunnar, leggja þar á ráð og hvetja til dáða. Þó víkur hann nokkuð að afstöðu sinni til guðfræði- vísinda og guðfræðirannsókna. Skýrir því næst frá trú- málaágreiningi þeim, er reis hér upp úr aldamótunum síðustu og sýnir réttilega fram á það, að ágreiningur um skoðanir er óhjákvæmilegur, ef um mikil áhugamál er að raeða, og langt frá því, að hann þurfi að leiða til ógæfu, ef menn aðeins gæta þess, að sameinast um kjarnann sjálfan, Jesú Krist, son Guðs og frelsara mannanna. „Allir eiga þeir að vera eitt, sagði hann, en aldrei: Allir eiga beir að vera eins“. Leggur hann svo hina ríkustu áherzlu á eininguna, er sé skylda við þjóðina. „Með því einu móti fer kirkjan veitt henni örugga forustu nú á geigvænlegri hættutíð“. Framfarirnar hafa orðið svo örar, að „sálin hefir orðið á eftir“, eins og frumstæðir menn segja, ef farið er of hart yfir á ferðalagi. Lýsir hann því næst megin- áráttum þess forustustarfs, sem kirkjan verði að hafa, og setur það í samband við trúarlífseinkenni fslendinga. Þá kemur veigamesti hluti hirðisbréfsins, þar sem biskup i'æðir með mjög ákveðnum orðum atriði í starfi og starfs- háttum presta, dagleg störf og venjulegt umhverfi. Má felja það einhvern mesta kost þessa hirðisbréfs, hve raun- hæft það er, ekki flug eitt ofar skýjum, heldur tekið í hönd prestsins og rætt við hann um starf hans. Þar er fyrst kafli um kristindómsfræðsluna, og er hann einna lengstur. Þarna er vafalaust eitt allra mikilsverðasta verk- efni prestanna og það, sem brýnast erindi á einnig til annarra, og vil eg því birta hér þennan kafla. Hann er vel til þess fallinn að vera forustugrein í Kirkjuritinu,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.