Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 32
Séra Björn O. Björnsson sextugur, Séra Björn O. Björnsson er fæddur í Kaupmannahöfn 21. jan. 1895, sonur hins kunna prentmeist- ara og bókaútgefanda á Akureyri, Odds Björnssonar, og konu hans, Ingibjargar Benjamínsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum í Reykjavík 1913. Fór þá til Kaupmannahafnarhá- skóla, lauk prófi í forspjallsvísind- um þar 1914, tók að nema náttúru- fræði og landafræði og lauk fvrri hluta kennaraprófs í þeim fræðum 1917. Eftir það hvarf hann heim til ættjarðarinnar og lauk embætt- isprófi í guðfræði í Háskóla íslands 1921. Gerðist hann þá um hríð stundakennari við skóla í Reykjavík. Árið 1922 varð hann prestur í Þykkvabæjarklaustursprestakalli til 1933, er honum var veitt Brjánslækjarprestakall. Sagði hann af sér 1941 og gaf sig alveg að ritstörfum, m. a. síðara flokki tímaritsins Jarðar. Árið 1946 var honum veitt Hálsprestakall, sem hann hefir þjónað síðan. Séra Björn hefir ávallt þráð að rita, og liggur eftir hann mikið af greinum og ritum, þó að hér verði ekki talið. Hann gaf út tímaritið Jörð 1931—34 og síðari flokk þess tímarits með miklum krafti og mjög fjölþætt rit árin 1940—46. Auk þess má nefna hina fögru og áhrifamiklu bók um Vestur- Skaftafellssýslu. Enn fremur þýddar bækur o. s. frv. Kona séra Björns er Guðríður Vigfúsdóttir frá Flögu í Skaft- ártungu og eiga þau tvo syni og þrjár dætur. Séra Björn er gæddur fjölþættum og sérkennilegum gáfum, heimspekilega hugsandi og brýtur huga sínum nýjar leiðir. Hann er fullur af þrá eftir að fræða lýðinn með riti og ræðu. Kirkjuritið árnar honum heilla á þessum afmælisdegi. M. J.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.