Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 40
86 KIRKJURITIÐ stöðina mun verða stofnuð eins konar ráðgefandi geðverndar- stöð, sem rekin verður fyrir þá, sem eiga í sálarstríði, án þess að vera þó taldir sjúklingar. Verða þar starfandi tveir geð- læknar, og er áhugi fyrir því að þangað verði einnig prestur ráðinn. Ég minntist áðan á nauðsyn sjúkrahússlæknis og vil ég að ' endingu fara nokkrum orðum um það, hvað ég meina með því. Starf hans, eins og þegar er tekið fram, skal eingöngu helgað sjúkrahúsunum, og á það að vera í því fólgið, að hann fari stofugang og heimsæki reglulega hvert sjúkrarúm og kynnist hverjum einum sem kostur er. Eins og vér vitum, þá er hver sjúkrastofa eins og eitt heimili, enda eru sjúklingar, er saman liggja, fljótir að kynnast. Þarna yrði presturinn heimilisvinur og hjálparhella, sem fyrst og fremst innti af höndum sál- gæzlustarf, almenna kynningu og framkvæmdi guðsþjónustur. Auk þess leiðir af sjálfu sér, að hann aðstoðaði sjúklingana á ýmsan annan hátt, skrifaði fyrir þá bréf, ræki fyrir þá ýms erindi og yrði á þann hátt verkandi sem altitt er um sveita- presta, að þeir vinna margt og mikið fyrir sveit sína umfram það, sem embættið gerir ráð fyrir eða krefst af þeim beint. Þá verður hann og að hafa vistarveru út af fyrir sig, þar sem hann getur talað við sóknarbörn sín í næði, er þau leita til hans með vandamál sín. Eins og vér þekkjum víst allir, er mjög erfitt að ræða trúnaðarmál við sjúklinga inni í stofu, sem er þéttsett rúmum og heyrandi eyrum. Þess vegna verður sjúkra- hússprestur að eiga einhvern verustað, þangað sem hægt yrði að flytja rúmliggjandi sjúklinga, eins og þegar þeir eru fluttir á skurð- eða skiptistofu. Þessi verustaður prestsins þarf þó að vera þannig útbúinn, að sjúklingurinn komist um stund úr umhverfi sjúkrahússins eða þess, sem mest er sérkennandi fyrir það, bæði á göngum og í stofum inni. Þannig breyting hlýtur að hafa róandi áhrif á meðan hann talar við prestinn sinn. Starf sjúkrahússprestsins, sem til að byrja með yrði bundið við öll sjúkrahús bæjarins, á ekki á neinn hátt að þurfa að koma í veg fyrir það, að aðrir prestar heimsæki sóknarbörn sín. Ég veit, að hér er um mikið — já, takmarka- laust starf að ræða, sem yrði að byggjast upp frá rótum og því nauðsynlegt að til þess veldist góður og heppilegur maður. Ég er nú víst orðinn langorðari en ég hafði lofað að verða,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.