Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 28
74 KIRKJURITIÐ ágætur vegur var fram (eða inn) dalinn á Hólagrundum, sömuleiðis á Möðruvallagrundum, og var á báðum stöðum sprett úr spori. Þannig sameinuðu menn hvort tveggja, að skemmta sér á hollan og saklausan hátt á góðum hesti og hlýða á guðsorð í kirkjunni, hafa tal af frændum og vinum og spyrja tiðinda. Jók þetta mjög á félagsskap, vináttu og við- kynning og var til andlegrar og líkamlegrar hressingar alla vikuna til næstu samfimda. Vil ég skjóta því hér inn í, að fyrir kom við Möðruvallakirkju í fram-firði, að ungu menn- irnir söfnuðust saman eftir messu og fóru „í eina bröndótta“, þ. e. glimdu, dálitla stund, og þótti það góð skemmtun. Þannig sameinuðu menn á fagran og saklausan hátt hið andlega og líkamlega, og fór mjög vel á slíku. Mér er í barnsminni, að einu sinni að vetrarlagi var ég ásamt fleiru heimilisfólki staddur við Möðruvallakirkju í Eyjafirði. Meðan á messu- gjörð stóð, skall á allmikil hríð með mikilli snjókomu. Samt var haldið heim all-langa leið. Karlmenn leiddu okkur dreng- ina og kvenfólkið, og komumst við öll heim heilu og höldnu. Mátti segja, að kirkja væri fast sótt, þótt útlit væri stundum ískyggilegt. Einn var sá siður, sem mér er í barnsminni, að er lagt var af stað til kirkju, tóku karlmenn ofan höfuðföt og bændu sig, en konur drúptu höfði, og hópurinn reið fetið, meðan bænarathöfn þessi fór fram. Líklega er þessi siður nú lagður niður, og ekki vissi ég til, að hann væri um hönd hafð- ur á Suðurlandi. I sambandi við þetta vil ég geta um draum, er móður mína dreymdi, skömmu eftir að ég fæddist. Þóttist hún í draumn- um vera á leið til Möðruvallakirkju og finnur mig þá á Möðru- vallagrundum vafinn í messuklæðum. Réði hún drauminn fyrir því, að ég mundi verða skammlífur. En sennilega hefur draumurinn fremur verið fyrir því, að ég mundi síðar skrýð- ast messuklæðum. Á skólaárum mínum var sá siður, að lesnar voru bænir kvölds og morgna; var sungið á undan og eftir, og við morgun- og kvöldbænir var tónuð bænin: Ó, þú eilífi Guð, ísraels trú- fasti verndari o. s. frv. Var sá siður, að Inspector scholae léti nýsveina tóna bænina úr því kom fram í nóvember. Vildu þá sumir flaska á tóninu, bæði af kjarkleysi og feimni. Er mér minnisstætt, að ég tók nærri mér að tóna bænina, en

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.