Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 16
62 KIRKJURITIÐ þeim, er hann fjandskapast við og reynir tafarlaust að fella óvin sinn með einu höggi. Þá er hann ekki að hugsa um hin nýju boðorð. En er hann verður fyrir andstöðu í málssókninni vegna augamissisins, þá íhugar hann ráð sitt, og presturinn í honum vaknar. Þá launar hann illt með góðu og verður farsæll. Sennilega hefir atburður þessi gjörzt nokkuð snemma á ævi hans. Frásögn Ketils fær mikils á Hafliða. Og nýrri hugsun skýtur upp hjá honum, að frásögn sögunnar. Nú var biskupslaust á Hólum. Jón ögmundarson hafði andazt um vorið og stóð til að kjósa eftirmann hans á þessu alþingi. Höfðu flestir Norðlendingar vikið til kjörs undir Hafliða, enda var það eðlilegt, þar sem hann var einn mesti höfðinginn norður þar og sat á Breiðabólstað í Vestur-Hópi, þar sem Vígslóði hafði verið færður í letur nokkrum vetrum áður, fyrsta íslenzk bók, er getur í heimildum. Nú þykist Hafliði sjá, að Ketill muni vera hið nýja biskupsefni og segir: „Ek verð eigi á annat sáttr sumarlangt, en þú sér til byskups kosinn. Ok þat er mitt vit, at þá sé bezt hugat fyrir landsfólkinu at því mann- vali, sem nú er, ef þú verðr byskup.“ Ketill er látinn svara því með fáum orðum: „Ek em ósæmilegr slíks erendis. Þat megu allir sjá, hvé stór lýti á mér eru fyrir manna augum. En miklu eru þó meiri lýti á mínum hag í Guðs augliti, at ek em ófallinn til byskupstignar.“ Og enn segir: „Ef þá væri nær um sættir yðrar en áðr, þá kviðjumst ek eigi þenna vanda, ef til þess er annarra vili slíkr sem þinn.“ Nú er aðgætanda, að í raun og veru var lýti Ketils nóg til að fella hann frá réttu kjöri samkvæmt hinum almenna rétti kirkjunnar, nema hann fengi undanþágu páfa. En af heimildum verður eigi séð, að lýti þetta hafi komið að sök. Frásögn Þorgils sögu ok Hafliða er ljós og skilmerkileg, en höfundur færir sennilega hina sögulegu atburði nokkuð í stílinn. Möðruvellingurinn Ketill Þorsteinsson, sem tal-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.