Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 21
KETILL ÞORSTEINSSON BISKUP 67 Loks er myndin af öldruðum biskupi, sem Hungurvaka varðveitir. Þar segir: „En þá er Ketill byskup var nú orðinn vel sjötugr at aldri, þá fór hann til alþingis ok fal sik undir bænahald allra lærðra manna á prestastefnu, ok þá bauð Magnús byskup honum heim með sér í Skál- holt til kirkjudags síns ok brullaups þess, er þá skyldi vera. Sú veizla var svo mjök vönduð, at slík eru sízt dæmi til á íslandi. Þar var mikill mjöðr blandinn ok öll atföng önnur sem bezt máttu verða. En föstudagsaftan fóru byskupar báðir til laugar í Laugarás eftir náttverð. En þar urðu þá mikil tíðendi. Þar andaðist Ketill byskup, ok þótti mönnum þat mikil tíðendi. Mikill hryggleiki var Þar á mörgum mönnum í því heimboði, þar til er byskup var grafinn ok um hann var búit. En með fortölum Magnúss byskups ok drykk þeim inum ágæta, er menn áttu þar at drekka, þá urðu menn nökkut afhuga skjótara en elligar mundi.“ Heimild þessi er að vísu ekki fyllilega samhljóða við skrá kynborinna presta íslenzkra, er Ari fróði tók saman. Þar segir, að Ketill andaðist í Skálaholti föstudag í sólar setur, þá er var octavas apostolorum Petri et PauLi, þ. e. a- s. 6. júlí. Ara fróða sagði Magnús biskup, er sjálfur var við andlát hans. Ósamræmi þetta er þó eigi meira en það, að vel megi við una. Laugaráss er mjög sjaldan Setið í heimildum. Með vissu sést, að þar er bær árið 1262, þar sem segir í 80. kapítula Þorgils sögu skarða, að sættarfundur þeirra Þorvarðs Þórarinssonar og Sig- hvats Sturlusonar hafi verið „stefndr í Laugarási". Laug- arás er sennilega byggður úr Skálholtslandi, og þarf því ekki að vera ósamræmi milli prestaskrárinnar og Hungur- vöku. Ketill biskup andaðist þá föstudagskvöldið hinn 6. júlí 1145 og var jarðsettur í Skálholti. Segir yngri gerð Þor- láks sögu frá því, að Gizur Hallsson hafi meðal annarra staðið yfir grefti hans.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.