Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 6
52 KIRKJURITIÐ „Kristindóms- fræðsla. Biskupi farast orð á þessa leið: Hún á að vera undirstaðan. Og þess er brýnust þörf, að hún sé traust. Þekking yngstu kynslóðarinnar í þess- um efnum mun vera nú miklu minni en hinna eldri. Er svo komið þrátt fyrir einlæga viðleitni margra, sunnu- dagaskóla og barnaguðsþjónustur, að hópur barna og æskufólks kann hvorki boðorðin né blessunarorðin, trúar- játninguna né „Faðir vor“. Að þessu liggja ýmsar orsakir, sem vel þarf að kanna og munu væntanlega verða rann- sakaðar. En ég mun nú aðeins nefna það, er ég tel mestu varða, að lagt sé kapp á. Fylgizt sem bezt með kristindómsfræðslunni af hálfu heimila og skóla, enda hefir það frá upphafi verið megin- tilgangur húsvitjana. Samstarf heimila, kirkju og skóla varðar allra mestu. Gjörið yður að fastri reglu að koma á heimili allra þeirra barna, sem þér eigið að búa undir fermingu hverju sinni, og fáið heimilin til samstarfs við yður þennan mikilsverða undirbúningstíma. En mikilvæg- ast er á heimilunum, að kristindómsfræðsla barnanna hefjist sem fyrst og höfuðáherzla sé lögð á það að glæða kristilegt trúarlíf barnanna og verja túnið ágangi vonzku og siðleysis. Islenzkir prestar hafa á liðnum öldum látið sig meir varða en allir aðrir fræðslu uppvaxandi kynslóðar og þannig orðið beztu verðir menningar vorrar. Þeir komu iðulega fyrstir auga á beztu mannsefnin, er stundum ólust upp í lélegum hreysum við sára fátækt. Og ósjaldan tóku þeir þessa gáfuðu unglinga á heimili sín, kenndu þeim ókeypis og studdu þá áfram á námsbrautinni með ráðum og dáð. Áður en fræðslulögin voru samþykkt, 1907, höfðu ýmsir prestar komið á barnaprófum í söfnuðum sínum, og gáfu þau góða raun. Sökum þessa mikla áhuga prestanna á fræðslumálum, þótti einsætt að skipa þá sem flesta formenn skólanefnda eftir gildistöku fræðslulaganna. Og var það vel ráðið. Enda

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.