Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Síða 24

Kirkjuritið - 01.02.1955, Síða 24
70 KIRKJURITIÐ í öllu tilliti, andaðist frá börnunum innan fermingar. Flutt- ist móðir þeirra með þau til Reykjavíkur og kom þeim þar til manns. Haraldur var til mennta settur. Varð hann stúdent 1907 og kandidat í guðfræði 1910. Sama árið, um haustið, gerðist hann aðstoðarprestur séra Jónasar Hallgrímssonar að Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði, en 1914 var hann skip- aður prestur þar að undangenginni kosningu safnaðarins. Það sama ár kvæntist hann uppeldisdóttur séra Jónasar, Sigrúnu Jónsdóttur frá Nesi í Norðfirði. Gegndi hann svo þessu sama prestsembætti til dauðadags, eða alls í full 44 ár. Prófastur í Suður-Múlaprófastsdæmi var hann frá 1942, fyrst settur og því næst skipaður eftir kosningu presta. Aukaþjónustu hafði hann á hendi í nágrannapresta- kalli, Hólmum í Reyðarfirði, um eins árs skeið. Konu sína missti hann eftir stutta sambúð 1919, og höfðu þau eignazt einn son. Tveim árum síðar kvæntist hann systurdóttur fyrri konu sinnar, Valborgu Haralds- dóttur frá Nesi í Norðfirði. Lifir hún mann sinn ásamt 9 börnum þeirra og syninum af fyrra hjónabandi. Auk prests- og prófastsstarfa og búskaparins á prests- setrinu, starfaði séra Haraldur að ýmsum sveitarmálum. Var hann til dæmis sýslunefndarmaður um langt skeið. Hann starfaði einnig mikið að bindindismálum. I öllum þessum störfum var hann jafn heill og óskiptur, vamm- laus og trúr. Við séra Haraldur vorum bekkjarbræður í Latínuskól- anum og tvö ár saman í Prestaskólanum (hann lauk þar prófi ári á undan mér, af því að eg eyddi einu ári í Kaup- mannahafnarháskóla), og má því nærri geta, að við vor- um vel kunnugir. Honum var ekki heldur mikill vandi að kynnast, því að hann var einhver alúðlegasti maður í viðkynningu, sem hugsazt gat, og æfinlega eins. Hann var hversdagslega hægur á manninn og ástundunarsamur við nám sitt. En undir hæglæti hans bjó einnig mikill kraftur og þrek og sprettharka, sem gat komið á óvart.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.