Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Side 14

Kirkjuritið - 01.02.1955, Side 14
60 KIRKJURITIÐ eingöngu sem aðferð til að tryggja sér meiri völd. Höfð- ingjasynirnir vinna þetta tvöfalda hlutverk á hinn bezta og þarfasta hátt og lyfta þjóðinni með sér til aukinnar þjóðlegrar menningar, er þeir bræða saman hið gamla og nýja form. Ketill prestur er einn af þessum nýtu höfðingja- sonum og er í Kristnisögu talinn með helztu höfðingjum, er Gizur biskup andaðist árið 1118. Þessi ummæli í Kristnisögu em staðfest af Þorgils sögu ok Hafliða. Þar kemur Ketill Þorsteinsson fram sem höfuð- prestur og höfðingi í senn, er afskipti hefir af deilum þeirra Þorgils Oddasonar og Hafliða Mássonar. Þorlákur biskup Runólfsson kemur þar og fram á sjónarsviðið í sambandi við þingreið Þorgils, er Hafliði hyggst sitja fyrir honum, sekum manninum, og aftra honum að ríða á helgað þing og brjóta svo landslög. Var þetta árið 1121. Að vísu er sagan rituð um það bil 100 árum síðar, en í henni er góð lýsing á atorkusömum biskupi, er tekur fast á málum til að stilla og mýkja hug Hafliða til Þorgils. En Ketill prestur er sá, sem talinn er hafa rekið smiðs- höggið á og sannfært Hafliða um það, að hefndir og blóðsúthellingar væru ekki það, sem máli skiptir. Hann fór til Hafliða seint um kvöld, er flestir voru lagztir til svefns, — ekki til þess að kenna honum ráð, heldur til þess að segja honum dæmisögu, segja honum frá sönnum atburði úr lífi sínu. I þeirri frásögn speglast á skemmtilegan hátt, hvemig hið forna og hið nýja brutust um í Katli presti. Hafði sú saga komizt á kreik, að Gróa biskupsdóttir gjörði mann sinn, höfðingjann og prestinn á Möðruvöllum, eigi einhlítan. Og var þar nefndur Guðmundur Grímsson í Höfða, og lagði Ketill fjandskap á hann. Eitt sinn hittust þeir á förnum vegi, og veitti Ketill honum tilræði. En Guðmundur rann undir höggið, og varð Ketill undir. Guð- mundur brá þá hnífi og stakk í auga honum og blindaðí hann. Og segir þvínæst í sögunni: ,,Þá lét hann Guð- mundr Grímsson mik upp standa. Ok var þat nökkut með

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.