Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 36
82 KIRKJURITIÐ sem aðstoð og eftirlit með hjúkrun, upplýsingar um gang sjúkdómsins, inngjöf eða sprautur, og tala ég af persónulegri reynslu, sem ég er þakklátur fyrir að eiga. En hið veigamesta við komu prestsins er það, að hann orki á sjúklinginn á sál- rænan hátt, auki kjark hans og andlegan viðnámsþrótt, og endast slík áhrif venjulegast lengur en hann stendur við, já, meira að segja oftast miklu lengur en oss grunar. En hann má aldrei vera að flýta sér, hann verður að staldra við, rólegur og án asa, nema brýn nauðsyn beri til. Hver, sem hefir reynt það, að vera rúmliggjandi eða miður sín, þó að rólfær sé, um lengri eða skemmri tíma, hefir orðið fyrir djúptækri og alveg einstæðri reynslu. 1 vissum skilningi er honum kippt upp af rótum sínum, tekinn afsíðis og settur í einangrun, þó að hann fái aðhlynningu, hjúkrun og atlæti, svo sem bezt má verða, er hann að mörgu leyti staddur á öðru tilverustigi en áður, og á þá einnig oft erfitt með að átta sig á orðnum hlut. Sumir eiga bágt með að sætta sig við þetta og verða amasamir, vanþakklátir og kaldlyndir, aðrir von- daufir, kvíðnir og örvæntandi og enn aðrir beygja sig auð- mjúkir undir reynsluna, taka öllu með stökustu geðró, meira að segja með kjarki og karlmennsku og andlegu þreki, en hversu breytilega sem mennirnir þola sjúkdóma og sársauka, verða allir fyrir átakanlegri innri reynslu og eiga í margvís- legri baráttu með sjálfum sér, sálarkvöl og sálarstríði, að minnsta kosti lengi fyrst í stað. Þetta eru heldur engin undur. Undir þeim kringumstæðum kemst maðurinn í nána snertingu við dýpstu alvöru lífsins, veikur og vanmegna eins og hann er, og óttast jafnvel eða má gera sér ljóst, að hann er staddur á markalínu lífs og dauða, svo að engu má muna eða skeika, ef hann á að sigra í þeirri baráttu, og ef til vill er aðeins eitt framundan, sem eitt sinn skal alla menn henda — hinn jarðneski viðskilnaður. Þarna er akurinn. Þarna er starfssviðið, sem kristnum þjón- um og lærisveinum er haslaður völlur. Og það er einmitt í þessum efnum, sem vér erum í mestum vanda staddir, með brennandi spurningu í hjarta og sál: Hvað skal nú gera, hvernig megum vér koma að sem mestu liði? Hvað snertir hið ytra, aðbúð og hjúkrun og aðra meðferð, er oss ekki vandinn á höndum í sjálfu sér, því að það er í höndum og forsjá læknis-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.