Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 20
66 KIRKJURITIÐ bækr margar ok merkilegar, þær sem enn tjást at Hólum ok víða annars staðar“, segir í Jóns sögu helga, eldri gerð. Og Klængur biskup virðist einnig hafa tekið sér Ketil biskup til fyrii’myndar, þvi að Hungurvaka segir, að hann „hafði í mörgu lagi hans háttu góða“. Er þá sennilega átt við það, að í Klængi hafi búið hinn sami samruni höfðingjans og prestsins og í Katli, eins og kom fram hjá Katli í offorsi höfðingjans og fyrirgefningu prestsins gagnvart Guðmundi Grímssyni. En þeir voru fleiri, er nutu örlætis Ketils en Guðmundur. Broddi Þórisson á Hofi í Vopnafirði „var inn mesti ágætismaðr ok varð félauss. Hann fór þá vestr til Hóla í Hjaltadal til Ketils byskups Þorsteinssonar ok andaðist þar með honum“, segir í viðauka Skarðsárbókar við Landnámu. Og í jar- tegn úr Jóns sögu helga er nefndur snauður sveinn, er Ketill biskup veitti, en Hildur nunna fóstraði og kenndi psaltara. f annarri jartegn er Guðrúnar kii’kjukerlingar getið. Frásagan af henni bregður meðal annars upp mynd af lífinu á Hólum. Segir þar: „Hon unni mikit Guði, en þó gerði hon marga hluti óvitrliga, því hon var fám mönn- um lík at undarligum hlutum ok siðum. Þessi kona vakti nætr allar nær í gegnum í kirkju hjá líkum. Hon hafði gert sér hjá hurðu kirkjunnar svo sem altari nökkut eða stall. Þar sté hon á þann stall daga ok nætr ok kallaði þaðan til Guðs ok mælti svá: „Tak þú mik, Kristr, ok skjótt, tak þú mik! Eigi er þegar, nema þegar sé“.“ — Hér birtist hin mikla trú á hrífandi hátt. Kristnin virðist hafa gagntekið menn á þessum tímum og hrundið af stað hinni einu raunverulegu vakningu, er getur í þessu landi. Og vér skyggnum þar einnig umburðarlyndi og mann- gæzku Ketils, er hann lætur þenna fáráðling aðhafast slíkt í sjálfri dómkirkjunni. En það var líkt biskupinum, er var eineygður sem Óðinn og miskunnsamur sem Sam- verjinn.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.