Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 29
KIRKJULÍF Á ÍSLANDI FYRR OG NÚ 75 tókst það þó þolanlega, enda var ég búinn að læra tónið. Þó að sumir tækju lítið eftir lestrinum, var þetta þó fagur siður, og hinn fagri söngur beztu söngkrafta skólans (eins og Hraun- gerðisbræðra o. fl.) hreif mig. Þá tíðkaðist og sá fagri siður, að skólapiltar gengu í fylkingu til kirkju fyrsta sunnudag i mánuði hverjum, og fylgdi ætíð einn kennari. Gengu skóla- piltar eftir sætaskipun: 6. bekkur fyrst og síðan hver bekkur af öðrum. Áttu skólapiltar forréttindi að sætum beggja megin á lofti. Þegar ég, árið 1889, gjörðist prestur í Stóruvallaprestakalli i Rangárvallaprófastsdæmi, sem nú kallast Landprestakall, var þar aðeins ein kirkja, Skarðskirkja, en Stóruvallakirkja var þá niðurlögð og staðurinn að fara í auðn af sandfoki. Hafði þar verið prestslaust í rúm 4 ár, en nágrannaprestur messað í Skarði 4. hvern helgidag. Voru það því nokkur við- brigði fyrir söfnuðinn að sækja nú kirkju á hverjum helgidegi ársins, en ég get ekki annað sagt, en kirkjusókn væri ágæt, þó að nokkur messuföll kæmi fyrir aðallega vegna veðurs. Til dæmis má telja, að tíðast var messað báða helgidaga stór- hátíða: jóla, páska og hvítasunnu. Var fjölmenni fyrra helgi- daginn, en strjálingur (þó vel messufært) síðara helgidaginn. Á sumrin var oft utansóknarfólk, einkanlega af Rangárvöll- um (úr Keldnasókn, en þar var ekki messað nema 3. hvern helgidag, enda skemmra frá bæjunum við Rangá að Skarði). Einnig úr Holtum. Og stundum á vetrum, er Þjórsá var lögð (á hylnum fyrir ofan bæinn Þjórsárholt), kom fólk úr Stóra- Núpssókn, er ekki átti að messa þar. Segi ég þetta ekki mér til fordildar, heldur sem staðreynd, enda voru nágrannaprestar niínir mér miklu fremri, en það voru þeir séra Skúli í Odda, séra Ólafur í Guttormshaga og séra Valdimar á Stóra-Núpi. Var ég í góðu vinfengi við þessa merku nágrannapresta mina og heimsótti þá. Sérstaklega er mér þó minnisstæð alúð séra Valdimars og Ólafar konu hans. Kirkjusókn var hin ágætasta hjá ölliun þessum mætu nágrannaprestum mínum, og voru þeir, eins og eðlilegt var, í hinu mesta áliti og nutu fullrar virðingar og vinsemdar safnaða sinna. Ég vil geta þess, að í Skarðssókn tíðkaðist sá siður á sumum bæjum, að fólk gekk til altaris bæði haust og vor. Þau 10 ar, sem ég þjónaði þessu prestakalli, hélzt hin sama góða

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.