Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 4
MAGNÚS JÓNSSON: Boðskapur til kirkju íslands. Biskup vor hefir nú sent prestum og próföstum „Hirðis- bréf“ sitt, eins og venja hefir verið um skeið, er nýr biskup hefir setzt að stóli. Mér finnst þessi venja góð, og rétt að láta hana ekki veðrast brott. Hefir þetta tíðkazt á öllum öldum kirkj- unnar, að eg hygg, að biskupar og aðrir prelátar sendi frá sér opin bréf, ýmist á stórhátíðum og tímamótum eða þegar merkileg mál hafa verið á döfinni, sem rétt hefir þótt, að yfirmaðurinn tæki afstöðu til og gerði þá afstöðu heyrinkunna. I fornkirkjunni sendu patríarkar og aðrir stórklerkar stundum frá sér ,,Páskabréf“. Þeir not- uðu þessa stórhátíð kirkjunnar til þess að ávarpa lýðinn og þá sér í lagi klerkana. Það er og alkunna, að páfar hafa á öllum öldum sent frá sér mikil opin bréf. Var Leó páfi 13. orðlagður fyrir sín meistaralegu umburðarbréf, þar sem hann tók fyrir mestu vandamál samtíðarinnar og lagði á þau sitt dómsorð. Hirðisbréf dr. Ásmundar biskups er út gefið í bæklingi, fagurt að frágangi öllum, svo að af ber, 40 blaðsíður, með skýi’U letri, á vönduðum pappír, myndi svara til 30 blaðsíðna í Kirkjuritinu. Hefur hann mál sitt með því að marka sér efnið. Nærri gæti legið, að biskup gerði sérstaklega grein fyrir skoð- unum sínum á margvíslegum guðfræðilegum efnum. En hann víkur því frá sér með gildum rökum: ,,... mestur hluti yðar (er) nemendur mínir, er þekkið vel skoðanir

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.