Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Page 45

Kirkjuritið - 01.02.1955, Page 45
FRÁ KIRKJUKÓRUNUM 91 Kirkjukórinn „Hljómhvöt“. Við Mýra og Núps kirkjur í Dýrafirði starfar kirkjukórinn ,,Hljómhvöt“. í söngsveitinni er 25 manns, 15 konur og 10 karlar. Söngstjórar kórsins eru Haukur Kristinsson organisti við Núpskirkju og Guðjón Davíðsson organisti við Mýrakirkju. í seinni hluta ágústmánaðar í sumar efndi kórinn til söng- námskeiðs með tilstyrk Kirkjukórasambands íslands. Söng- stjórar kórsins undirbjuggu námskeiðið með verkefnavali og raddæfingum, en kennari á námskeiðinu var Jónas Tómasson organleikari og tónskáld á Isafirði. Mikill áhugi og samhugur kom í Ijós hjá kórnum á þessu námskeiði. I lok þess var efnt til samsöngs að Núpi. Voru þar sungin 12 lög, sem kórinn hafði æft. Að ósk söngstjóranna og söngfólksins stjórnaði Jónas Tómasson þessum samsöng. Lögin voru flutt sum án undirleiks (a capella), en sum með undirleik, og léku þá söngstjórar kórsins, Guðjón og Haukur, undir til skiptis. Tvisvar var gert hlé á söngnum. í fyrra hléinu lék Jónas Tómasson á harmóníum 3 frumsamdar prelúdíur, en i seinna hléinu las Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld upp frumsamin kvæði. Síðasti þáttur söngskrárinnar — 4 lög — var eftir Jónas Tómasson, úr Strengjastefum I. Höfðu söngstjórar kórsins valið þau og raddæft, en höfundurinn stjórnaði, eins og áður segir. Samsöngur þessi þótti takast mjög vel, og var aðsókn góð. Að loknu námskeiðinu fór flokkurinn til Þingeyrar og var söngurinn endurtekinn þar. * Sumarskóli að Löngumýri í Skagafirði. Frá 26. júní sl. sumar til 18. ágúst starfaði sumarskóli fyrir ungar stúlkur að húsmæðraskólanum að Löngumýri í Skaga- firði undir stjórn forstöðukonunnar, frú Ingibjargar Jóhannes- dóttur. Á hún og frumkvæðið að þessari nýbreytni og hefir komið henni í framkvæmd með sínum alkunna dugnaði, en ríki og kirkja hafa styrkt stofnunina. Skólinn starfaði með þeim

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.