Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 42
Prýðum Guðshúsin. Frá Kópavogssöfnuði. Kópavogssöfnuði bárust ýmsar góðar og dýrar gjafir á liðnu ári. „Kirkjusjóður Kópavogs", en að honum standa nokkrar áhugakonur undir forsæti frú Helgu Sveinsdóttur á Sæbóli, gaf tvo silfurstjaka. Þeir eru þríálma og hin ágætasta smíði, gerðir af Jóni Dalmannssyni gullsmið. W. Beckmann: Altaristafla. Ónefnd kona gaf vandaðan altarisdúk. Wilhelm Beckmann myndskurðarmeistari gaf á síðastliðnu hausti útskorna altaristöflu, sem hann hefir sjálfur gert af miklu listfengi og geysihagleik. Tafla þessi er úr mahogniviði og sýnir niðurtekning Krists af krossinum. Aðalmyndin er af lausnaranum, en jafnframt sést Jósef og konurnar tvær veita önduðum líkama hans umbúnað. Breiður rammi er um töfluna og hann skreyttur höfðaletri. Þessi er áletrunin að ofan og neðan: „Hann var særður vegna vorra synda ... og fyrir hans

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.