Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 31
KIRKJULÍF Á ÍSLANDI FYRR OG NÚ 77 samfara útvarpi. Þá er einnig þess að geta, að eftir heims- styrjöldina fer sveitafólkið hvað af hverju að flytja til kaup- staðanna, og það svo, að ekki einungis stórfækkar fólki á heimilunum, heldur leggjast ýms býli alveg í eyði. Skal ég þessu máli mínu til sönnunar geta þess, að á stórbýlinu Leirá, hinu forna höfðingjasetri, var tvíbýli með um 20 manns á fyrstu prestsþjónustuárum mínum, en nokkrum árum áður en ég lét af prestskap, bjuggu þar hjón með 4 börnum innan fermingar, og 9 til 10 jarðir í Leirársókn voru og eru komnar í eyði og sameinaðar og lagðar undir aðrar. f minni tíð voru í Saurbæ fyrst um sláttinn um 20 manns í heimili, en á síð- ustu árum 8, en ekki nema 4—5 heimilisfastir. Þessi mikla fólksfækkun í sveitum, samfara vaxandi skemmtanafíkn, hlaut að hafa og hafði mikil áhrif á hina dvínandi kirkjusókn. Nú voru kirkjugestir miklu færri en áður, þó oftast kæmist messa á. Loks eftir 1930 er mér tjáð, að enn hafi þó allmikið versnað kirkjusókn og að fólk hafi sig ekki í að skipta um föt og ganga í kirkju, en hlýði heldur á útvarpsmessu, og það þó ekki sé nema um lítinn spöl að fara til kirkjunnar. En hvernig mun nú vera ástatt með heimilisguðrækni eða húslestra? Ég hygg, að víða muni hlustað á útvarpsmessur, einkum af eldra fólki, því er vant var að sækja kirkjur, en miður af hinu, en mjög séu húslestrar að leggjast niður og sérstaklega muni ekki lesið á sunnudögmn. Laust eftir 1930 samdi dr. Jón Helgason biskup prédikanir á öllum sunnu- og helgidögum ársins. Nefndi biskup postillu þessa: Kristur vort líf. Bók þessi var hin vandaðasta að öllum ytra frágangi og kostaði eintakið kr. 18.00. En hún mun hafa selzt lítið og virðist mér það bera vott um þverrandi húslestra á landinu. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að vér lifum á bylt- inga og umbrotatímum, svo að sjaldan eða aldrei munu hafa verið meiri í hinu íslenzka þjóðlífi. Þurfum vér ekki annað en líta til þess tíma, er vér vorum að alast upp og lauslega hefir verið minnzt hér að framan. En vér skulum lifa i þeirri von, að upp renni ný blómaöld í heiminum, og þá einnig hér hjá oss, jafnt í kirkju- og kristindómsmálum, sem á öðrum sviðum þjóðlifsins.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.