Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Síða 6

Kirkjuritið - 01.03.1955, Síða 6
100 KIRKJURITIÐ og misjafnlega langlífar. Þeim svipar að sumu leyti til tízkunnar svo nefndrar, sem að sínu leyti er venjulega til orðin á svipaðan hátt. Stefnurnar hafa meiri og minni áhrif á allt líf þjóð- anna á hverjum tíma. Þær stefnur, sem hafa áhrif á siðgæðisgrundvöll og siðgæðisþroska hverrar þjóðar, vega mest. Þær valda mestu um líf hennar, starf og farsæld. Þessar stefnur hafa verið breytilegar og meira að segja beinzt í allólíkar áttir. Vér þekkjum ýmsar þeirra. Vér þekkjum stefnu í trú og breytni, sem er í samræmi við kristindóminn og aðra stefnu, sem snýr frá honum. Vér þekkjum þá stefnu, sem leggur áhei'zlu á fornar dyggðir, sem svo hafa stundum verið nefndar, svo sem trúmennsku, áreiðanleik, starf- semi, hófsemi, reglusemi og sjálfsafneitun, og hins vegar stefnu, sem aftur á móti ástundar lífsnautnir, kröfur á hendur öðrum og hóglífi. Vér þekkjum stefnu þjóðholl- ustu og ættjarðarástar og hins vegar stefnu alþjóðaborg- aranna, sem neita gildi hins þjóðlega. Vér þekkjum þá stefnu, sem heldur fram bindindi og traustleik í ásta- málum og helgi hjúskaparins og á hinn bóginn stefnu hinna svo nefndu frjálsu ásta og lauslegu sambúðar, þar sem samningur til jafnvel skamms tíma kemur í stað hjónabands, stefnu lausungar í kynferðismálum og sjálf- ræðis í nautnum. Vér sjáum mismunandi stefnur í bók- menntum og listum, sem hafa fætt og alið ýmist fagrar og göfgandi bókmenntir og listir, eða á hinn bóginn listir, sem fáir virðast skilja nema höfundarnir, og bókmenntir, sem skortir siðgæðileg sjónarmið og göfgi, þótt þær geti verið haglega og skemmtilega gjörðar, en eru þó stund- um með þeim svip, að lesanda koma í hug orð skáldsins: Hver skilur heimskuþvætting þinn? Þú ekki sjálfur, leiruxinn. Stefnurnar hafa barizt um völdin gegnum aldirnar. Það hefir oft verið barátta milli holdsins og andans, milli

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.