Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Side 22

Kirkjuritið - 01.03.1955, Side 22
116 KIRKJURITIÐ En yfir öldu aldanna skín sól Guðs. Hvað hreint og gott þú hugsar, elskar, vilt, allt heilagt, fagurt, — því nær aldrei tíðin, það fölnar ei, þótt alda geisi hríðin, og eilífðin það tekur gott og gilt. Einar Jónsson hefir gjört mynd af Þorkeli Mána, er menn bera hann út í sólargeisla, og hann felur önd sína þeim, er sólina skóp. Sólin ljómar þar í baksýn — Guðs sól. Mér finnst nú þessi mynd vera af Einari sjálfum. Æfistarf hans, líf og dauði horfði við þeirri sól og varð skínandi vor. Hans var að þakka ástgjafir Guðs, neistann að ofan, náðargáfu listarinnar, og verja henni honum til dýrðar og öðrum til góðs. Hann mundi bernsku sína. Þegar hann vaknaði á morgnana, lifði öll hin ólýsanlega náttúrudýrð í samhljóða lofsöng til alls hins bezta og fegursta. Hann vildi taka undir. Allur heimur listar hans, hreinn og fagur, er í dýpstum skilningi fagnandi lof- gjörð hans, sem stígur upp til Guðs. Ásmundur Guðmundsson. * Kynning fyrri alda. Sunnudaginn 20. febrúar s.l. efndi Stúdentaráð til kynningar á heimildum úr íslenzkri kirkjusögu. Hafði Magnús Már Lárus- son prófessor valið þættina, en þrír guðfræðinemar, þeir Ás- geir Ingibergsson, Hjalti Guðmundsson og Ólafur Skúlason, fluttu. Efnið var valið þannig, að það gæfi nokkra hugmynd um heimsskoðun miðaldamannsins og viðhorf hans til lífs og dauða, enda mátti segja, að efnið tæki yfir mannsæfina frá skírn til dauða. Lesnir voru kaflar úr Grágás, Jarteinabók Þorláks, Jóns og Guðmundar góða, Guðmundar sögu Arngríms ábóta, bréf Norð- lendinga til Hákonar háleggs Noregskonungs, áritun eða samn- ingur við Maríu mey, sem finnst á merku nótnablaði í Árna- safni, testamenti Þorvarðar Loftssonar á Möðruvöllum og tvö trúarljóð. Sungu þeir Róbert A. Ottósson og Hjalti Guðmundsson lag- brotin, en þau eru elztu tvísöngslög, æm út hafa verið gefin.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.